Úrgangur er vaxandi ógn.

"Lengi tekur sjórinn við" var lengi sagt, en nú er það að verða úrelt. Mannkynið umgengst hafið eins og endalausa ruslakistu, sem er rangt. 

Ekki þarf annað en að sjá fuglana á Midway úti í miðju þess úthafs, sem þekur hálfa jörðina, til þess að fyllast hryllingi yfir því sem plastúrgangur og hvers kyns annað drasl frá iðnaði jarðarbúa leiðir í æ ríkari mæli yfir lífríkið. 

Súrnun sjávar og minnkandi æti auk eyðileggingar á kóralrifum er óumdeilanlega af mannavöldum, en fellur enn í skuggann af deilunum um loftslagsvandann. 

Í sambandi við hann hafa sumir gælt við það að láta kjarnorkuver leysa orkuvandann. En þá gleymist, að ef það ætti að verða eina lausnin, myndi það úraníum, sem þarf til, ganga til þurrðar mun hraðar en flestir hafa ímyndað sér. 

Og margfaldur úrgangur frá kjarnorkuverunum yrði sívaxandi vandamál. 

Á heimskautasvæðunum eyðast mörg skaðleg efni margfalt hægara en á hlýjari svæðum. Þungmálmar og eitruð efni eins og PCB hafa komist inn í fæðukeðjuna.  

Bandaríkjaher hefur oft gengið hræðilega illa um á þeim stöðum þar sem hann hefur verið á norðurslóðum. 

Í ratsjárstöðinni á Straumnesfjalli var úrgangi einfaldlega steypt fram af fjallsbrúninni þegar hún var starfrækt þar. 

Mikil málaferli voru í gangi út af ferlegri umgengni hersins við stöðina á Heiðarfjalli á Langanesi og umgengnin við herstöðvarnar á Grænlandi hefur löngum verið gagnrýnd harðlega. 

Ástandið í fjörum landsins er víða ferlegt varðandi hvers kyns úrgang og drasl, sem þar safnast saman. 

Íslenskur skipstjóri á súrálsflutningaskipi, sem rætt var við í blaði álversins í Straumsvík fyrir nokkrum árum, og hefur margra áratuga reynslu af siglingum um öll heimshöfin, sagði að hvergi í heiminum væru skipstjórar eins óhultir við að skola hvers kyns kjölvatni og spilliefni í sjóinn og hér. 

Víða annars staðar, jafnvel í Afríku, lægi missir skipstjórnarréttinda og jafnvel fangelsisdómur við slíku. Ekkert slíkt hér. 

Óli kommi, vitavörður á Horbjargsvita, sagði að auðvaldið myndi drekkja sér í eigin drullu. 

Þegar kommúnisminn féll í Austur-Evrópu, kom hins vegar í ljós, að í þeim löndum voru menn víða komnir miklu lengra í að drekkja sér í eign drullu, svo slæmt var ástandið umhverfismálum þar víða. 

Í skýrslu um ástand jarðvegs skiluðu þrjár þjóðir eystra auðu og reyndu þar með að koma sér hjá því að upplýsa um slæmt ástand hans. 

Það gerðum við Íslendingar líka. Þokkalegur félagsskapur!

Og við létum sem upplýsingar skorti, þótt ÓlafurArnalds, hefði gert rannsókn á þessu ástandi, sem fékk umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs! 


mbl.is Rannsaka yfirgefna herstöð á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004:

"25. gr. Refsiviðurlög.

Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Sé um stórfelld eða ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þau varða fangelsi allt að fjórum árum.

Tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.

26. gr. Sektir.

Sektir má ákvarða lögaðila þó að sök verði ekki sönnuð á fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðra þá einstaklinga sem í þágu hans starfa, enda hafi brotið orðið eða getað orðið til hagsbóta fyrir lögaðilann. Þó skal lögaðili ekki sæta refsingu ef um óhapp er að ræða. Einnig má, með sama skilorði, gera lögaðila sekt ef fyrirsvarsmenn eða starfsmenn hans eða aðrir einstaklingar sem í þágu hans starfa gerast sekir um brot eða ef það stafar af ófullnægjandi tækjabúnaði eða verkstjórn.

27. gr. Farbann.

Ef brotið er gegn ákvæðum laga þessara og brotið tengist skipi skal skipið sett í farbann og er eigi heimilt að láta það laust fyrr en málinu er lokið og sekt auk málskostnaðar greidd að fullu, svo og kostnaður eftirlitsaðila. Um farbann fer að ákvæðum laga um eftirlit með skipum.

Þó er heimilt að láta skip laust fyrr ef sett er bankatrygging eða önnur trygging jafngild til greiðslu sektar og alls kostnaðar.

Til tryggingar greiðslu sektar samkvæmt grein þessari, málskostnaðar og kostnaðar eftirlitsaðila skal vera lögveð í skipinu í tvö ár."

"Viðauki I.

A. Starfsemi sem getur valdið bráðamengun á hafi eða ströndum vegna eðlis starfseminnar og/eða nálægðar hennar við sjó.

   1. Fiskimjölsverksmiðjur.
   2. Álframleiðsla.
   3. Áburðarframleiðsla.
   4. Sements- og kalkframleiðsla.
   5. Kísiljárnframleiðsla.
   6. Kísilmálmframleiðsla. ..."

Steini Briem, 22.1.2014

Þorsteinn Briem, 6.3.2017 kl. 07:31

2 identicon

Sæll Ómar

Ástandið á Íslandi er ekki slæmt nema þó kannski í sambandi við kjölvatn þar sem lífverur eru fluttar á milli hafsvæða. Að segja að Afríka standi okkur framar er algjört rugl. Ég er núna staddur í Mairtaniu á skipi hér og ástandið í ruslamálum hér er HRIKALGT. Er til þess að gera nýkominn og þegar ég kom þá var öllu rusli hent í sjóinn. Fór strax að tala fyrir því asð plokka plastið frá hér um borð og setja í land og gékk það bara vel, ekki hvað síst hjá Mauritönunum. Hvað svo verður um það veit ég ekki. Kannski bara hent í sjóinn eða einhvert út í eyðmörkina þar sem það fýkur til og endar í sjónum. Hef verið í Marocco líka og ástandið þar er líka slæmt en þó ekki eins og hér. Mauritania virðist vera algjör ruslakista. Öllu rusli hent í sjóinn þ.e. af mjög mörgum skipum sem eru hér að ofveiða fiskistofna. Allraþjóðkvikindi. Samkvæmt Google er Naudibou þar sem ég er stæðsti skipakirkjugarður í heimi. Hér koma menn með skip og setja við ankeri. yfirgefa þau og svo þegar keðjan einhvetíma gefur sig þá fljóta þau upp á stönd. Manni fallast alveg hendur þegar maður horfir upp á þetta og hvernig ætli ástandið sé víða annarstaðar í heiminum. Nei ástandið á Íslandi er í góðu standi en betur má ef duga skal. En hvers meigum við okkar ef nágranni okkar (því öll erum við nágrannar hér á þessari Jörð) hendir öllu í náttúruna?

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 09:31

3 identicon

Sæll "aftur" Ómar

Ég ætla svo sem ekki að vera mæra íslendinga með þessari athugasemd. Við eru hev..... umhverfissóðar. Tók að mér þetta verkefni fram á sumar og sjá svo til um framhaldið en ég verð ekki hér lengi. Nenni ekki né vil vinna við þessar aðstæður og svona umhverfi. Það eru íslenskir aðilar sem reka þetta hér og eins og ég sagði að ofan þá var öllu rusli hent í sjóinn. Sem sagt við íslendingar ásamt kínverjum, Rússum, Maroccomönnum, Tyrkjum, Senegölum heimamönnum og ég veit ekki hverjum fleirri að haga sér eins og svín hérna suðurfrá. En svo þessi samlíking við svín ekki rétt því blessuð svínin eru ekki að eyðileggja náttúruna eins og mennirnir. Viðhorfið var og er að við breitum ekki Afríku. Ég veit svo sem að ég breiti ekki Afríku og ætla ekki að reyna það en ég er búinn að breita örlitlu hér um borð. Maður getur ekki bjargað öllum heiminum en maður getur breitt sjálfum sér og sínu nánasta umhverfi og tekið þar með eitt pínulítið hænuskref. En því miður er ég hræddur um að allt færist í fyrra horf þegar ég hætti hér.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 6.3.2017 kl. 10:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er aðeins að vitna í viðtal við íslenskan skipstjóra, sem búrinn er að sigla stórum skipum í 40 ár um heimshöfin. Ég birti myndir af þessu viðtali þegar það var tekið hér á síðunni. Ég hef ekki verið um borð í þessum skipum en mér brá við að sjá þetta viðtal. 

Á sínum tíma fór ég um Strandasýslu og sýndi í fréttatímum hið ofboðslega mikla rusl, sem þá þakti heilu fjörurnar. 

Tómas Knútsson fékk umhverfisverðlaun á Degi íslenskrar náttúru fyrir þremur árum fyrir sitt mikla starf við að hamla gegn þessum ósóma. 

Ómar Ragnarsson, 6.3.2017 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband