Einu sinni stóð til að útrýma "jaðarhópum."

Á suma virðist það hafa truflandi áhrif að vita af fólki, sem stendur höllum fæti eða á brattann að sækja í lífinu vegna þess að það er í "jaðarhópi". 

Nú má sjá á netinu umræðu um jaðarhópa, þar sem þeir eru uppnefndir sem "aumingjar" og umfjöllun um þá sem "aumingjadýrkun","markaðssetning á harmsögum" og "fórnarlambavæðing."  

Þykir í óefni komið þegar fjallað sé um málefni varðandi misrétti og ójafna stöðu af líkamlegum ástæðum og reynslu fólks af slíku. 

Í kvöld var mynd í sjónvarpinu um mann, sem kynntur var sem fyrrum vistmaður á Kópavogshæli, með stórfatlaða fætur og afar málhaltur. 

Eftir umfjöllunina um "Fávitahælið í Kópavogi" í fréttum að undanförnu hringdu áreiðanlega bjöllur hjá mörgum fyrirfram varðandi þennan þátt og það, sem sumir segja nú í niðrandi tóni á netinu og víðar að sé ámælisverð markaðssetning á "harmsögum" og "aumingjum" og gefa sterklega í skyn að komið sé allt of mikið af slíku.

Segjast munu slökkva á sjónvarpi ef eitthvað slíkt sé á ferðinni og líður sjálfsagt miklu betur við að hafa notað aðferð strútsins í kvöld varðandi þessa mynd og tilvist jaðarhópa og minnihlutahópa yfirleitt.

Mér fannst hins vegar sagan af "Haraldi sigurvegara" hressandi, jákvæð og upplífgandi, þótt aðstæður og umhverfi Haraldar virðist í umræðunni nú í margra augum vera svo ömurlegt, að helst eigi ekki að minnast á slíkt af því að í því felist "fórnarlambavæðing." 

Andúð á jaðarhópum og minnihlutahópum virðst fara vaxandi og slíkt hefur svo sem gerst fyrr.

Fór að vísu rólega af stað, en óx ásmegin og varð smám saman að fyrirbæri, sem aldrei má gleymast. 

Margir virðast ekki vita um eða vera búnir að gleyma því hvers vegna barist var fyrir mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í kjölfar Seinni heimsstyrjaldarinnar og hvers vegna slík barátta stendur enn.

Það var vegna þess að hægfara en sívaxandi andúð á jaðarhópum, minnihlutahópum og "óæðri kynþáttum" með tilheyrandi einelti og síðar hreinum ofsóknum gegn fólki, sem var "öðruvísi", hafði fyrir styrjöldina smám saman leitt til mestu og markvissustu herferðar á hendur slíku fólki sem um getur á síðari öldum. 

Og það hjá þjóð, sem taldi sig að yfirgnæfandi meirihluta aðhyllast boðskap Gyðingsins, sem tók málstað margra fatlaðra, fyrirlitinna og ofsóttra á borð við Samverja, bersyndugar konur og örsnautt fólk.

Taldi sig ekki yfir það hafinn að eiga orðræðu og samneyti við eina fyrirlitnustu menn lands síns, tollheimtumennina.

  


mbl.is Hildur Lilliendahl lætur Sindra heyra það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og Mogginn lætur sér vel líka öll þessi lögbrot, í stað þess að eyða strax þessari óværu af Moggablogginu.

Þorsteinn Briem, 8.3.2017 kl. 01:30

2 Smámynd: GunniS

ég spurði Hildi einu sinni undir commenti frá henni á facebook. afhverju feministar beittu sér ekki fyrir því að það sé viðurkennt hvað þarf til framfærslu, hún svaraði þvi aldrei.

GunniS, 8.3.2017 kl. 07:57

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Einu sinni?"

Alltaf, allstaðar.  Ekki "einu sinni."

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2017 kl. 09:37

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er alveg slándi að sjá þetta trend.

Held að sumir íslendingar séu við það tapa sér.

Á sama tíma fer spilling og svindl vaxandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2017 kl. 13:08

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og, afþví minnst er á mogga í kommenti, - að afhverju leyfir moggi þemmam ógeðisáróður gegn pínulitlum minnihlutahóp hérna í landinu?  Hvaða bull er þetta í mogga.

Ekki bara að hann leyfi, - heldur flaggar hann sérstaklega fyrir þeim og hossar sem sínum bestu mönnum.

Fólk getur skoðað núna ,,vinsælar umræður".   Þá eru þeir þar aðallega.

Afhverju er ekki gert eitthvað í þessu?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2017 kl. 13:30

6 identicon

Já, það er mörg óværan sem þyrfti að eyða af Moggablogginu.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband