Viðkvæmi bogi er í skjaldarmerki Utah. Bogi yfir Ófærufoss féll.

Viðkvæmi bogi (Delicate Arch) er frægasti steinboginn í Bogaþjóðgarðinum í Utah í Bandaríkjunum og líkast til frægasti steinbogi í Bandaríkjunum og er í skjaldarmerki Utah. 

Hann prýðir líka náttúrpassa Bandaríkjanna. Náttúrupassi í heild

Boginn heitir þessu nafni ekki út í loftið. Hann stendur afar tæpt. 

Svipað er að segja um klettinn Hvítserk í Húnaflóa. 

Hér heima komu fram vangaveltur um það hvort hægt yrði að styrkja Hvítserk. 

Það er augljóslega allt of flókið og dýrt og við bættist að þannig gera menn almennt ekki, burtséð frá því hvort slíkt er hægt.  

Frægur steinbogi yfir Ófærufoss féll hér um árið og við því var ekkert að gera. 

Fossinn Gjallanda efst í Skjálfandafljóti prýddi lengi afar fallegur steinbogi. 

Sumir vildu kalla fossinn Steinbogafoss. Svo féll boginn og nafnið Gjallandi er framtíðarnafn og fegurð hans rómuð. 


mbl.is Frægur steinbogi hrundi í sæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki steinbogi við Barnafossa?  Og saga um endalok hans?

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 8.3.2017 kl. 19:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Barnafossar eru ekki til. En Barnafoss er til og er í Hvítá ekki langt frá Hraunfossum sem eiga vart sinn líka á heimsvísu. 

Mér er hins vegar ekki kunnugt um hvort þar var steinbogi fyrrum. 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2017 kl. 22:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í gljúfrinu við Barnafoss munu vera steinbogar fleiri en einn, sem áin hefur sorfið og sverfur enn, en ekki fylgir sðgunni hvort þeir liggja yfir ána. 

Tel það ólíklegt. 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2017 kl. 23:01

4 identicon

Mér var sagt að tvö börn frá nærliggjandi bæ hafi verið að príla við bogann, og féllu í ána.  Húsfreyjan á bænum (móðirin?) lét þá húskarla sína höggva niður bogann.  Ekki ólíklegt að nafn fossins sé dregið af þessum atburði.

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 9.3.2017 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband