Talinn sérvitringur með fyrsta farsímann.

Ég minnist þess hve margir hálf aumkvuðu mig fyrir að rogast um með fyrsta farsimann minn, hvert sem ég fór.  Hann var rándýr, stór og þungur, einkum rafhlaðan, og með sérstöku símtóli, þannig að hann líktist mest gömlum sveitasíma, sem hefði verið tekinn ofan af veggnum. 

Faríminn var hins vegar í mínum augum bráðnauðsynlegur í því "frétta-slökkviliðsmanns"-hlutverki, sem ég tók af sérviskulegri alvöru.

Átti frá upphafi eftir að koma sér vel margsinnis og verða ómetanlegur. Án hans hefðu ekki náðst sumar myndirnar af einstæðum viðburðum, sem tókst að taka á þessum árum.

Til er ein ljósmynd af þessum elsta farsíma, sem rataði stækkuð upp á vegg í anddyri Nokia verksmiðjanna í Finnlandi. Þar er ég að tala í hann uppi á Esju með TF-FRÚ á bak við mig.

Önnur ljósmynd var líka í anddyrinu að sögn framkvæmdastjóra umboðsins á Íslandi: Michael Gorbatsjof að tala í sinn síma.  

En háðsglósunum fækkaði með árunum og sérviskan leiddi til þess að nokkur huggun og uppreisn fékkst, þegar fyrsta frjálsa símanúmerið á Íslandi síðan fyrir stofnun Landssímans, 699-1414, var tekið í notkun hjá TAL ehf, og mér var afhent það og látinn hringja fyrsta símtalið úr því.

Ég var frá upphafi sannfærður um að farsíminn myndi verða bylting í fjarskiptum og að tími ríkiseinokunar á símaþjónustu væri liðinn.

Þó óraði mig ekki fyrir því hve hratt og langt þessi bylting myndi komast á undrafáum áratugum, svo að nú er meirihluti jarðarbúa með farsíma og ekkert lát er á framförunum í fjarskipta- og tölvutækninni. 


mbl.is Meirihluti mannkyns með farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt ekkert annað en skilið hrós Ómar

fyrir að hafa borið þennana "fornaldar"

jaka síma með þér hvert sem þú fórst.

Án hans, hefðum við misst af mjög góðum

fréttum.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.3.2017 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband