Svala var sköpuð til að svífa á vængjum söngsins.

Svala er gott nafn. Fallegi fuglinn með þessu nafni er skapaður til að svífa og það er Svala Björgvinsdóttir líka. Hún varð fyrir valinu af því að þeir sem kusu hana hafa trú á því að hún eigi eftir að fljúga fallega á vængjum lags síns og skila sínu af miklum sóma á erlendri grundu. 

Í keppni gildir það að enginn er sterkari en keppinauturinn leyfir. Það voru skemmtileg "húkk" eða grípandi laglínur í öðrum lögum í keppninni á vegum ungs fólks, sem er að hasla sér völl á eftirminnilegan hátt og á framtíð fyrir sér. 

En þau verða að bíða tækifæra síðar til að slá alla leið í gegn, þegar samkeppnin verður ekki eins öflug og birtist í ár í allri umgerð og útfærslu lags Svölu og meðhöfunda og samstarfsfólks.

Til hamingju, RÚV, með það hve vel var unnið úr þessu verkefni, þótt seint verði allir hlutir alveg gallalausir. Einhverjum fannst kannski nóg um hve mikið var spilað úr þessu á öldum ljósvakans, en hafa verður í huga, að sókn er besta vörnin ef búa á til tekjur á móti útgjöldum af sjónvarpsefni, ef meta á dagskrárgerð eftir fjárhagslegri útkomu.

Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í símakosningunni og áhorfstölur sýna væntanlega ekki aðeins áhugann á þessu efni, heldur gefa vísbendingu um að tekjuhliðin hafi verið bærileg.    


mbl.is „Mun gera mitt allra, allra besta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott lag vel sungið og flottar bakraddir. Til hamingju við öll!

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 07:36

2 identicon

Á enga möguleika, lagleysa. Rétt hefði verið að biðja Axel Flóvent að semja lag fyrir keppnina.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 09:45

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Lag hennar er vinsæl formúla og því kannski ekkert voðalega sigurstranglegt, en Svala er er sæt og hörku skvísa, nema hvað hún mætti endilega að hvíla þessa eilífu Frankenstein-klumpfætur, ef hún hyggst gera sér vonir um að landa sigri á kvenlegum yndisþokka.

Jónatan Karlsson, 12.3.2017 kl. 10:47

4 identicon

þetta væri flot stelpa ef hún væri ekki með þessi ógeðslegu húðflúr,hún ætti að reina að fela þennan óþverra

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 11:21

5 identicon

Þetta lag kemst ekki uppúr undanriðlinum en er samt skammlaust framla.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband