Brautryðjandastarf fyrir íslenska náttúru og þjóðmenningu.

Þjóðþrifastarfsemi Ferðafélags Íslands verður seint fullmetið, einkum útgáfa árbóka félagsins, sem voru einu upplýsingarit af sínu tagi hér á landi um áratugaskeið.

Ég er einn þeirra tugþúsunda Íslendinga sem drukku í sig efni hverrar nýrrar árbókar og nutu þess að fylgjast með því hvernig þær urðu sífellt ítarlegri og meiri vinna lögð í þær. 

Þegar litið er til baka var það mikil gæfa fyrir mig sem barn, að amma mín og afi, Ólöf Runólfsdóttir og Þorfinnur Guðbrandsson, voru áskrifendur að árbókunum og áttu því bækurnar frá upphafi vega í bókaskáp sínum. 

Um leið og hægt var að fara að vinna sér inn vasapening við blaðaútburð og blaðasölu var safnað í næstu árbók og hún lesin upp til agna með kort dönsku landmælinganna sem fylgirit. 

Það var mikið brautryðjendastarf fyrir íslenska náttúru og þjóðmenningu að gefa út þessar bækur. 

Þær urðu síðar kveikjan að svipaðri bókaútgáfu, fyrst bóka Þorsteins Jósepssonar og síðar bóka Arnar og Örlygs, og náði bókaútgáfa af þessu tagi hápunkti með verðlaunabókum Guðmundar Páls Ólafssonar. 


mbl.is Heimsfrægir göngugarpar í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínn pistill, Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2017 kl. 17:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk. Er dálítið hissa á því hve langan tíma það tók fyrir mig að átta mig á gildi þess sem Ferðafélagið og amma og afi gerði fyrir mig. 

Ómar Ragnarsson, 12.3.2017 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband