Dómarahneykslum verður seint útrýmt.

Svonefnd dómarahneyksli eru óhjákvæmilegir fylgifiskar íþrótta, rétt eins og aðrarAT misjafnar aðstæður, sem eru hluti af vettvangi þeirra og völlum. 

Bara þessa dagana eru tvö í hámæli, annað það atriði, að dómurum yfirsást að körfuboltaleikmaður stóð örlítið utan vallar þegar hann skoraði úrslitakörfu í bandaríska körfuboltanum, og hitt atriðið er enn æsingamál, varasöm vítaspyrna sem Barcelona fékk "gefna" í ótrúlegum 6-1 sigri þeirra á Paris SG. 

Atvikið vestra sást þegar í stað vel á myndavélum, en samkvæmt reglunum þar, er dómurum bannað að skoða slíkt, jafnvel þótt töf við það verði örstutt. 

"Sönnunargögn" fyrir hlutdrægni dómarans í Barcelonaleiknum eru ekki nægjanleg nema að mjög ítarleg rannsókn fari fram á öllum leiknum en ekki bara með því að safna saman atriðum þar sem hann dæmdi Barcelona í vil. 

Dæmin um það að "dómarar virðist hafa verið að horfa á aðra bardaga" eða leiki en íþróttafréttamenn og áhorfendur eru óteljandi. 

Frægust er sennilega  "langa talningin" yfir Gene Tunney, 14 sekúndur í stað 10, 1927, vegna þess að Jack Dempsey gleymdi að fara strax í hlutlaust horn þegar hann hafði slegið Tunney í gólfið. 

Síðar í sama bardaga sló Tunney Dempsey niður, en þá byrjaði sami dómari talningu umsvifalaust, þótt Tunney væri seinn að taka við sér. Þetta var 100 þúsund áhorfenda bardagi og mörg hundruð milljónir dollara í húfi. 

Eftir á birtust alls konar sögur af því að mafían hefði mútað dómaranum. 

Þegar Jack Sharkey var dæmdur sigur yfir Max Schmeling nokkrum árum seinna varð frægt þegar umboðsmaður Schmelings hrópaði hátt: "We wus robbed!, We wus robbed!" 

"Löng talning" var í Tokyo 1990 þegar Tyson sló Buster Douglas í gólfið og Douglas fékk 13 sekúndur til að standa upp. 

Þegar Douglas sló síðan Tyson síðar niður í bardaganum, liðu alls 14 sekúndur áður en Tyson hafði staðið upp og Douglas lýstur sigurvegari.

Don King setti fram kæru, en hún var ekki tekin til greina, og kannski var það "réttlátast", því að Buster Douglas, með verstu veðmál sögunnar á bakinu, 1:41, verðskuldað sigur og ónvæntustu úrslit hnefaleikasögunnar og var öllum á óvart betri keppandinn í þessum bardaga.  

Í bardögum Lennox Lewis við Evander Holyfield og Felix "Tito" Trindidad við Oscar Dela Hoya fyrir aldamótin var rætt um það á fjölmiðlum á eftir að svo virtist sem dómararnir hefðu verið að horfa á einhverja allt aðra bardaga en áhorfendur. 

Í handbolta verður alla tíð oft erfitt að dæma um það hvenær á að dæma ruðning á sóknarmann eða aukakast á varnarmann, - eða hvenær eigi að dæma skref eða línu á menn. 

Dómarar munu ævinlega eins og leikmenn gera fullt af mistökum og á meðan dómarar eru notaðir í íþróttakeppni, verða ævinlega til "dómarahneyksli." 


mbl.is „Ég er með sönnunargögn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband