Enn á að teygja löngu, löngu tímabært verk.

Alþingi gaf í nafni þjóðarinnar svonefnda þjóðargjöf til landgræðslu á 1100 ára afmæli landnámsins. 

Óstjórn í efnahagsmálum og óðaverðbólga eyddu þjóðargjöfinn á aðeins einum áratug og alla tíð síðan hefur ríkt sama ófremdarástandsins í þessum málum, þar sem af ot til hefur komið fram, að stór hluti sauðfjárbeitar fer fram á afréttum, sem eru ekki beitarhæfir að mati Landgræðslu Íslands. 

Skömmu fyrir síðustu aldamót fékk Ólafur Arnalds fyrstur og einn Íslendinga umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir einstaklega yfirgripsmikla og vandaða kortlagningu á ástandi jarðvegs á Íslandi. 

En þetta afrek hans hefur ekki fengið að njóta sín í því að hætta verstu meðferð á jarðvegi, sem nokkur þjóð hefur látið land sitt sæta. 

Að sjálfsögðu er það hið besta mál út af fyrir sig að gert sé samkomulag milli bændasamtaka, Landgræðslunnar og ríkisvaldsins um að gera mat á gróðurauðlindum og hefur það alla tíð verið löngu, löngu tímabært verk. En þrátt fyrir að sjálfsagt sé að fagna þessu og alls ekki að draga úr mikilvægi þess, er ekki hægt að horfa fram hjá því að möguleikarnir framundan eru í grófum dráttum tveir: 

1. Eftir 10 ár liggur niðurstaða hins nýja mats fyrir og loksins geta menn ekki vikið sér undan því að bregðast við því. 

2. Í stað þess að þegar sé eitthvað gert sem augljóslega má sjá af rannsoknum Ólafs Arnalds og Landgræðunnar, er því frestað í tíu ár og hugsanlega haldið áram að draga lappirnar í þessu slæma máli. 

Því miður sýnist í ljósi reynslunnar síðustu öld að síðari möguleikinn sé líklegri. En staðan er einfaldlega þannig, að það virðist ekki hægt að gera neitt nema að bíða og vona.  


mbl.is Meta gróðurauðlindir Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greiðslur íslenska ríkisins vegna sauðfjárræktar árið 2012 voru um 4,5 milljarðar króna og þar af voru beinar greiðslur til sauðfjárbænda um 2,3 milljarðar króna, samkvæmt fjárlögum.

Þar að auki er árlegur girðingakostnaður Vegagerðarinnar, Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar vegna sauðfjár um 400 milljónir króna.

Samtals var
því kostnaður ríkisins, skattgreiðenda, vegna sauðfjárræktarinnar um fimm milljarðar króna árið 2012.

Árið 2008 höfðu 1.955 sauðfjárbú rétt til fjárhagslegs stuðnings ríkisins og dæmigerður sauðfjárbóndi er með 300-600 kindur.

Kostnaður skattgreiðenda vegna hvers sauðfjárbús var því
að meðaltali um 2,5 milljónir króna árið 2012.

Og skattgreiðendur og neytendur búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Fjárlög fyrir árið 2012, bls. 66

Steini Briem, 23.1.2014

Þorsteinn Briem, 14.3.2017 kl. 21:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir um fimm milljarða króna árlegar greiðslur íslenskra skattgreiðenda vegna sauðfjárræktar hér á Íslandi er lambakjöt rándýrt í verslunum hérlendis, þannig að þúsundir Íslendinga hafa ekki efni á að kaupa kjötið, enda þótt þeir taki þátt í að niðurgreiða það.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar endilega að skattgreiðendur niðurgreiði lambakjöt ofan í sjálfa sig og erlenda ferðamenn hér á Íslandi, enda kjósa fjögur þúsund sauðfjárbændur á um tvö þúsund búum, sem haldið er uppi af skattgreiðendum, flestir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 14.3.2017 kl. 21:17

4 identicon

mikið haf menn gamam að fá " réttan " útreikníng. um þjóðargjöfina er besta dæmið um hvernig þjóðfélagið er rekið mest af henni fór í gyrðíngu sem var síðan var til vandræða endaði með því að björgunarsveitir voru feingnar til að rífa hana niður. veit ekki betur en vegir séu lagðir um land bænda sem ella þyrfti ekki að gyrða, en auðvitað mætti kenna bílstjórum að keira hægar um veigi landsins 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband