Það var líka ótrúlegt hverju fólk henti 2007.

Á árunum 2006-2008 ríkti aldeilis einstakt ástand hér á landi, sem að miklu leyti hefur aftur hafið innreið sína. 

Af því að ég hef lengi haft áhuga í minnstu og umhverfisvænstu bílunum hverju sinni, urðu þetta árin þegar fólk henti slíkum bílum í stórum stíl eða gaf þá frá sér. 

Ég þekkti mann sem flutti nokkra nýja bíla inn á þessum árum eftir viðskipti á Ebay, þar sem svipað fyrirbæri erlendis gerði að verkum að hægt var í krafti þessa ástands og hás gengis krónunnar að kaupa örlitla bíla og flytja þá inn fyrir slikk. 

Hægt var að flytja þá inn tvo og tvo í gámum. 

Einn þessara bíla varð að minnsta brúðarbíl landsins, opinn Fiat 126. Af því að einkanúmer fást ókeypis fyrir aldraða svipaðist ég fyrir rælni eftir einkanúmerinu ÁST en bjóst auðvitað ekki við því að eigendur heppilegra brúðarbíla eða ástfangið fólk hefði látið slíkt númer framhjá sér fara. 

En viti menn: Árið 2007 var enginn að hugsa um slíkt, og númerið "ÁST" var á lausu. 

Á þessum árum voru það fyrst og fremst nöfn eigenda glæsibílanna sem þrykktu sín eigin nöfn á bílana. 


mbl.is „Ótrúlegt hverju fólk er að henda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hummer skal það vera. Strákar, engan aumingjaskap, því skrjóðurinn er enn stöðutákn á skerinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband