"Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."

Þetta rússneska máltæki heillar mig sífellt meira, en það notuðu varfærnir Rússar, þegar Hrafn Gunnlaugsson spurði þá álits á Glasnost og Perestroika á dögum Gobratjofs. 

Upplýsingaöldin og samfélagsmiðlabyltingin hafa núna orðið til þess að þegar sú jörð þiðnaði, þar sem slúður, baktal og bull höfðu áður legið í láginni, komu upp ormar upphrópana með sínar dylgjur og fabúlasjónir sem hafa fengið því meiri athygli sem stóryrðin hafa verið meiri.

Gagnkvæmar yfirlýsingar Trumps og Pútíns um velþóknun hvor á öðrum á meðan á kosningabaráttunni stóð vestra, þíða í samskiptum, hjálpuðu til, jörðin þiðnaði og ormarnir komu upp.

Nú hefur komið í ljós að fólk á vegum Hillary Clinton hafði líka samskipti við menn Pútíns.

Sjálfur er Trump og málflutningur hans skilgetið afkvæmi hins rússneska máltækis.     


mbl.is „Fréttirnar eru fáránlegt bull“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar,ég hef grun um að þú skiljir ekki innihald máltækisins.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2017 kl. 12:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skil máltækið bókstaflega að því leyti, að ýmis fyrirbrigði í náttúrunni, láta ekki á sér kræla meðan það er frost og jörð er frosin, en þegar hlýnar lifna þessi fyrirbrigði við og finna sér vettvang til að láta til sín taka. 

Síðan er hægt að sjá hliðstæður þessa víðar. Þegar losnaði um heljartök kommúnista á rússnesku þjóðfélagi, spruttu upp einhverjir svæsnustu kapítalistaglæpamenn sem um getur og sölsuðu undir sig helstu auðlindir landsins, eins og Anna Politovskaja lýsti svo vel í bókinni um Rússland Pútíns.

Glæpamennirnir, ormarnir, sem höfðu komið upp í þíðunni, drápu hana að sjálfsögðu.  

Ómar Ragnarsson, 17.3.2017 kl. 20:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið að stafurinn k datt niður í nafninu Politkovskaya. 

Að hvaða leyti misskil ég máltækið, Borgþór?

Ómar Ragnarsson, 17.3.2017 kl. 21:05

4 identicon

Fyrirgefðu Ómar hvað ég er seinn til svars.

Ef við höldum áfam að skoða þetta út frá Rússlandi.

Máltækið fjallar ekki um að þegar kommúnismanum var aflétt spruttuu upp allskonar spillingaröfl.

Það fjallar um að þegar kommúnismanum var aflétt kom í ljóss að samfélagið var gjörspillt.Mesta og alvarlegasta spilling Rússlands í dag er einmitt nátengd Sovétvaldinu og er beint framhald af því.

Þegar jörðin þiðnar kemur í ljós að jörðin er full af möðkum,ekki að jörðin fari að maðka þegar hún þiðnar.

Sama eru við að sjá í dag í Bandaríkjunum.

Gjörspillt mafía sem stundum er köllu deep state er allt í einu ógnað.

Þetta fyrirbrygði sem tók völdin í stjórnkerfinu í tíð Bush stjórnarinnar hefur í raun ráðið öllu sem máli skiftir í Bandaríkjunum síðan.

Þetta er gjörspillt lið sem hefur skarað eld að eigin köku í kerfinu,alveg burtséð frá hver er forseti eða þingmaður.

Það hefur einfaldlega enginn orðið forseti án þeirra samþykkis.

Nú allt í einu er kosinn forseti sem hugsanlega ógnar tilvist þeirra og þá koma maðkarnir í ljós.

Nú verða maðkarnir allt í einu að grípa til varna og koma upp á yfirborðið og eru allt í einu fyrir allra augum.

Þegar ógn steðjar að eru allar árar settar út. Fjölmiðlar sem eru allir í eigu auðmanna,leyniþjónusturnar,háskólasamfélagið og "grasrótarsamtökin"

Stóru Bandarísku "grasrótarsamtökin" eru flest í eigu þessarar mafíu og eru send á stað eftir þörfum hennar.

Nú þegar þiðnar eru þessir maðkar fyrir allra augum, fyrir þá sem vilja sjá.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 08:59

5 identicon

Ég vil kannski bæta því við hvernig umræðan í Bandar. er að breytast.

Hún er ekki lengur um hvort það sé deep state eða ekki,hún er í vaxandi mæli um hversu víðtækt það er,hversu skaðlegt það er og hvernig megi ráða niðurlögum þess.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband