Gildir það, sem Spicer útskýrari "heldur"?

Sean Spicer fjölmiðlafulltrúi Bandaríkjaforseta heldur áfram að gegna svipuðu hlutverki og Jóhannes útskýrari gegndi fyrir sinn forsætisráðherra hér á landi á sínum tíma.

Þegar fjölmiðlar forvitnast um gjörðir og orð forsetans, svo sem það, að hann hafi, þegar hann var spurður um það hvort hann vildi ekki taka í hönd Angelu Merkel ekki viljað gera það, segir útskýrarinn: "Ég held að hann hafi ekki heyrt spurninguna."

Þar með er það mál afgreitt endanlega, þótt Spicer útskýrari "haldi" þetta en hafi ekki spurt forsetann sjálfan né heldur að Trump sjálfur hafi sagt frá því af hverju þetta atvik gerðist. 


mbl.is Neitaði ekki að taka í hönd Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trump heyrði vel það sem var sagt og Trump vissi vel hvað á að gera við slík tækifæri þegar fulltrúar tveggja vinaþjóða hittast.  Vitaskuld geta stjórnvöld tveggja landa verið ósammála um ýmislegt, en þegar þú býður einhverjum til þíns heima, tekur með öðrum orðum á móti gesti, þá á náttúrulega að sýna almenna kurteisi.  Það þarf einhver í herbúðum Trumps að segja hreinlega við hann, "láttu eins og maður."

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 14:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, enn það yrði eins og að skvetta vatni á gæs. 

Ómar Ragnarsson, 19.3.2017 kl. 15:33

3 Smámynd: Rauða Ljónið



Hann tók víst í höndina á henni.

Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 19.3.2017 kl. 15:49

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég sé enga ástæðu að taka í hönd á kerlingar fíflinu mömmu Markel, til hvers spyr ég nú?

Mamma Markel hefur ekki talað svo vel um Trumparan að hann þurfi að að taka í krumlurna á kerlingarræskninu mömmu Markel fyrir ummælin og stuðning hennar. Enda  er hún að verða "has been" og það er eins og sagt var um Jógu Sig. flugfreyju í den tid, "tími þinn er liðinn" sama á að segja við mömmu Markel.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.3.2017 kl. 15:55

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Eins og Rauða Ljónið sýnir hér að ofan, þá er Ómar Ragnarsson staðinn að verki enn einu sinni að vera básúna fake News, hvenær ættla þessar fake fréttir að taka enda? 

En þar fyrir utan þá veit ég ekki af hverju Trumparinn var að taka í krumluna á mömmu Markel, fyrir hvað og til hvers, spyr ég?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.3.2017 kl. 16:01

6 identicon

Sæll Ómar.

Ilya Grigoryevich Ehrenburg skrifaði innblásnar
greinar í Rauðu stjörnuna, málgagn Rauða hersins,
í seinna stríði og þar kallaði hann Þýskaland
'Ljóshærðu nornina'.

Hann hefur greinilega ekki órað fyrir því sem varð
að nafnið mætti heimfæra upp á fleira þó heldur
hafi skolpið í Rín sízt orðið til að bæta úr.

Óþarfi að heilsa kerlingunni upp aftur og aftur
aukinheldur að eiga á hættu að þessar kræklur gripu
tækifærið til að losna við eiganda sinn
við slíkar tilfærslur.

Húsari. (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 18:38

7 identicon

   "Thats the art of the deal "

Merry (IP-tala skráð) 19.3.2017 kl. 20:49

8 identicon

Já myndirnar sýna svo ekki verður um villst að Ómar, Mogginn og RÚV eru með allt niður um sig í þessu máli.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 20.3.2017 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband