Tvær þjóðir ógna friðnum í Eurovision.

Það er engu líkara en að tvær Evrópuþjóðir, Úkraínumenn og Rússar, ætli að hertaka hina friðsamlegu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Þær hafa þegar ögrað hvor annarri á þessum vettvangi og troðið sínum málum fram á þann hátt að til vandræða hefur verið. 

Þessu verður að linna. 


mbl.is Þátttaka Rússa í Eurovision í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veita þyrfti undanþágu vegna laga í Úkraínu ef þessi rússneska dama ætti að fá að taka þátt í þessari Eurovision-keppni í Kænugarði og hefur að sjálfsögðu ekkert með fötlun að gera.

Úkraína er geysistórt ríki og borgarastyrjöldin austast í Úkraínu er langt frá Kænugarði.

Þorsteinn Briem, 22.3.2017 kl. 17:18

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er það Steini, og þegar hálfgerð borgarastyrjöld stóð á Norður-Írlandi, var vel hægt að halda þessa keppni í Dublin eða London. 

En þá voru þessar þjóðir, Bretar og Írar, ekki að senda inn lög, sem fjölluðu um ódæði í átökum eins og úkrainska lagið gerði í fyrra. 

Ómar Ragnarsson, 22.3.2017 kl. 17:35

3 identicon

Að Evrópa styðji Ukraínu, er til skammar ... en hvað sem þessari pólitík, kringum Úkraínska nýnasta veldur ... þá er Eurovision bara rugl, sem á ad binda endi á.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.3.2017 kl. 20:17

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Val Úkrainska lagsins í fyrra var pólitísk ögrun líkt og reyndar byltingin öll ef út í það er farið, þar sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins var steypt af stóli með hjálp ESB og NATO

Þeir sem líta á framkomu Rússa í þessu máli sem ögrun, eru að mínu mati lítið annað en blindir ESB- eða Samfylkingar dindlar.

Jónatan Karlsson, 22.3.2017 kl. 21:52

5 identicon

Væri það ekki bara alveg ágætt að sleppa eurovision svona í eitt skipti ha :)

DoctorE (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 12:35

6 identicon

 Rússar eru ótrúlegir...nú á að reyna að vinna Eurovision með því að senda þrælmyndalega dömu í hjólastól í keppnina...af hverju datt okkur Íslendingum ekki þetta í hug.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 15:56

7 identicon

Hvernig komst hún til valda ríkisstjórnin sem situr í Úkraínu núna ?
 Gullfiskamynnið kemur sér vel, stundum.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 16:46

8 identicon

 Þakka, Þorsteinn og gott að mynna suma og þá sérstakleg krata, sem trúa alltaf fals fréttunum í kratablöðunum, að það er marionet ríkisstjórn í Úkraníu, sem er stýrt frá USA í gegnum EU.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 23.3.2017 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband