Nokkurs konar hryðjuverkatíska.

Sú var tíðin fyrr á öldum að eitur var oft notað til manndrápa. Síðar virtist slíkum tilfellum fækka og aðrar aðferðir taka við. 

Þegar flugrán fóru að tíðkast á síðari hluta liðinnar aldar urðu þau æ algengari þar til að búið var að þróa viðbrögð gegn þeim. 

Þessi viðbrögð voru þaulæfð og þegar hryðjuverkamenn rændu fjórum þotum í einu 11. september 2001 voru áhafnir allra vélanna viðbúnar samningaviðræðum við flugræningjana eftir að vélunum hefði verið lent á einhverjum flugvelli. 

Það hvarflaði ekki að neinum um borð í þotuhnum, nema kannski á síðustu stundu í þeirri vél sem brotlenti í Pensylvaníu, að þoturnar yrðu notaðar sem nokkur konar mönnuð flugskeyti á þann hátt sem raunin varð. 

Og í framhaldinu fjölgaði sjálfsmorðsárásum. 

Nú hafa flutningabílar komist inn í vopnabúr þeirra sem fremja sjálfsmorðsárásir og það mun líklega líða nokkur tími þar til fundin verða ráð til að verjast slíkum árásum. 

Á meðan verður notkun bíla nokkurs konar hryðjuverkatíska. 


mbl.is Bíll sem vopn: Hvers vegna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband