Styttur af Björk, Helga og Vigdísi. Styttur af konum, takk!

Á Vetrar-Ólympíuleikunum 1952 var Norðmaðurinn Hjalmar Andersen, "Hjallis", stjarna leikanna, hreppti þrjú gullverðlaun í skautahlaupum. 

Hjallis var frá Þrándheimi og náði níræðisaldri fyrir fjórum árum. 

Löngu fyrr, meðan hann var enn í fullu fjöri í lifanda lífi, var reist af honum myndastytta við eina af helstu umferðargötum Þrándheims þar sem hann stendur boginn í skautahlaupsstellingu sinni á gangstétt og gleður vegfarendur með veru sinni þar.  

Þetta er með skemmtilegri hugmyndum, sem ég hef séð framkvæmda af þessu tagi. 

Af því að ég bý ekki í 101 Reykjavík og það er ekki "hverfið mitt", hef ég væntanlega ekki tillögurétt í hugmyndasöfnuninni í því hverfi, en ber þrjár tillögur upp hér. 

Það væri skemmtilegt ef við gætum gert svipað og frændur okkar í Þrándheimi og sett upp styttur af þremur Íslendingum, Björk Guðmundsdóttu, í svansbúningi sínum, Helga Tómassyni í ballettdansarastellingu fyrir framan Þjóðleikhúsið, og Vigdísi Finnbogadóttur með bók eða leikskrá í hönd við Iðnó.

Sérstaklega er fyrir löngu kominn tími á það að það séu ekki næstum eingöngu styttur af körlum, sem prýða borgina okkar. Styttur af konum, takk!


mbl.is Parísarhjól í miðbæinn og bjórgarð á Klambratún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Leirfinn við Hæstarétt, Hádegismóra við Seðlabankann og Vigdísi Hauksdóttur við Alþingishúsið.

Þorsteinn Briem, 25.3.2017 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband