Ekki "Bandaríki Evrópu."

Evrópusambandið á mikið undir því að vera sveigjanlegt í tengslum aðildarríkjanna eftir því sem aðstæður krefjast. Að þessu leyti er það ólíkt Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem háð var mannskæð borgarastyrjöld 1861-65 sem í grunninn snerist um það að einstök ríki eða hópar ríkja gætu ekki sagt skilið við sambandsríkið.

 

Niðurstaðan varð sigur stjórnarinnar í Washington og við það hefur setið síðan. 

Síðan 1865 hefur miðstjórnarvaldi í Washington verið svo sterkt að hér á landi hafa margir notað orðið fylki um einstök ríki sem fylki vegna stöðu þeirra innan ríkisheildarinnar. 

En það er útaf fyrir sig röng þýðing, því að Bandaríki Norður-Ameríku heita ekki Bandafylki.

Svo mikið er miðstjórnarvaldið undir einum ríkisfána, að ekkert ríki Bandaríkjanna telst í hópi fullvalda þjóða eða koma til greina að eigi aðild ein og sér að alþjóðasamtökum á borð við Sameinuðu þjóðirnar.

Hið gagnstæða gildir um ESB. Öll aðildarríki þess teljast fullvalda og gjaldgengir aðilar hvert um sig að alþjóðastofnunum og samningum.

En þrátt fyrir þetta er og verður ætíð umdeilanlegt hve náin samvinna og samband aðildarríkja ESB skuli vera.

Nokkrar Evrópuþjóðir innan vébanda EFTA, Íslendingar þeirra á meðal, ákváðu að semja við ESB um svonefnt Evrópskt efnahagssvæði, þar sem reglugerðir og fjórfrelsi ESB næðu út fyrir sambandið, án þess að EES ríkin tækju beinan þátt í starfi ESB sem aðildarþjóðir.

Í viðtali við forsætisráðherra Dana, sem ég átti 2004, sagði hann áhuga Dana, Svía og Finna á því að fá Ísland og Noreg inn í ESB stafa af því, með því myndu Norðurlöndin og Eystrasaltsþjóðirnar sameiginilega eignast fleiri fulltrúa á Evróuþinginu ein einstök stórveldi og áhrif smáþjóðanna í norðaustanverðri álfunni eflast mjög. 

ESB er einn anginn af svonefndri alþjóðahyggju, sem ruddi sér til rúms eftir þær rústir sem hörð þjóðernishyggja ágengra harðstjórna hafði skilið eftir í Evrópu í Seinni heimsstyrjöldinni. 

Marshallaðstoðin, Evrópuþingið, NATO, Kola- og stálsambandið og loks ESB voru áfangar á þeirri vegferð, sem sumir segja að hafi nú beðið skipbrot og sé að líða undir lok.  

Í pistli Páls Vilhjálmssonar segir hann að rússnesk þjóðernishyggja Pútins sé ekki útflutningsvara. 

Þetta held ég að sé misskilningur eða að minnsta kosti umdeilanlegt. Þannig hreifst Hitler upphaflega að fasisma Mussolinis og vildi koma sams konar þjóðernisstefnu á í Þýskalandi, þótt hún yrði háð undir kjörorðinu "Deutschland uber alles!"

Donald Trump hefur ekki fari leynt með aðdáun sína á þjóðernishyggju Pútíns og stefnir að því að kópíera hana í stefnunni "America first!" 

Að því leyti til er stefna Pútíns orðin útflutningsvara. 

Áköf þjóðernisstefna breiddist út fyrir stríð, þar sem einstakir forystumenn einræðisrikja bundust samtökum um útþenslu og yfirráð þótt hver um sig hrópaði kjörorð heima fyrir um að allt ætti að gera fyrir viðkomandi föðurland. 

Á Íslandi tóku þjóðernissinnar, aðdáendur Adolfs Hitlers, upp kópíu af hans stefnu, tóku kjörorð ungmennafélaganna um aldamótin 1900, "Íslandi allt!", og gerðu það á Íslandi að hliðstæðu heróps nasista; "Þýskalandi allt!"

 


mbl.is Undirrituðu nýjan Rómarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"Donald Trump could be forced to leave office over the investigations into his administration's links with Russia, a former national National Security Agency (NSA) analyst has warned.

John Schindler, a security expert and former counterintelligence officer, said that if the US President was to face an indictment over allegations his campaign team colluded with Russia to disrupt the presidential election, it could put an end to his presidency.

Speaking to CBC radio, Mr Schindler said: "If, not just people around him, but the president himself is facing possible indictment down the road, that could be a game changer.

He could be removed from office for that, whether he wants to be or not.""

Þorsteinn Briem, 26.3.2017 kl. 01:49

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Steini Brím, Trump verður ekki settur af sem forseti en það munu margir democratar fjúka en þetta virðis vera eitt cartell sem vill breyta heimsskipulaginu NWO með Soros. Kynntu þér hvað er að ske í mexico og reyndar ættu Amerícanar að gleyma ISIS og snúa sér að syðri landamærunum og láta Evrópu um sitt.  

Valdimar Samúelsson, 26.3.2017 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband