Hin rómaða hagræðing kvótakerfisins og gengis krónunnar.

Það er orðið ansi langt síðan fyrsta málið kom upp af því tagi að vinnsla, skip eða útgerð hefur verið flutt úr byggðarlagi þvert ofan í hátíðleg loforð um hið gagnstæða. 

Og listinn yfir þessi mál er langur og málinn mörg. 

Stundum var því lofað, til dæmis fyrir um aldarfjórðungi á Vestfjörðum, að mikið aflaskip héldi áfram að leggja upp afla eða vera gert út vestra þrátt fyrir breytt eignarhald, en síðan komið til þess að eigendurnir sviku þetta loforð á grundvelli þess að það hefði í för með sér óviðráðanlegan taprekstur. 

Oft gerðist svipað og núna gerist á Akranesi, að breyttum rekstaraðstæðum, til dæmis vegna gengissveiflna krónunnar, aða talið er óhjákvæmilegt að flytja vinnsluna úr byggðarlagi, jafnvel alla leið frá Djúpavogi til Grindavíkur. 

Eftir á er síðan almennt talað um dásemd þess að kvótakerfið skuli hafa áhrif af þessu tagi, því að það sé grundvöllur framfara og velmegunar hér á landi. 

Og sömuleiðis eru stórfelldar sveiflur upp og niður á gengi krónunnar taldar helsti kostur hennar. 

En um allt land er að finna byggðarlögð, sem líta út eins og sviðin jörð af völdum kvótakerfisins. 

Það kann að koma upp í hugann, að 93 starfsmenn HB Granda á Akranesi geti einfaldlega gert það sama og sett var fram sem lausn á Djúpavogi, að starfsfólkið flytji sig um set. 

Á Djúpavogi var um lítilræði að ræða, bara rétt að kippa sér 600 kílómetra vegalengd með sig og sína! 

Af því að Akranes er á sama atvinnusvæði og Reykjavík vaknar spurningin um það hvort svipað verði lagt til þar, einkum vegna þess að þá myndu viðkomandi starfsmenn einfaldlega ekki þurfa að flytja heimili sín, heldur færu bara í og úr vinnu 50 kílómetra leið eins og margir gera, sem vinna í Reykjavík en eiga heima á Suðurnesjum og fyrir austan fjall. 

En hin spurningin vaknar líka, að hagræðingin hjá HB Granda felist ekki eingöngu í því að færa vinnsluna ofan af Skaga til Reykjavíkur, heldur felist hún líka í því að hægt verði að fækka störfum í heild hjá fyrirtækinu. 

 


mbl.is „Reiðarslag fyrir bæjarfélagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á Akranesi, er nákvæmlega það sama að gerast sem við höfum höfum orðið vitni að í gegnum árin.  ÞEGAR FYRIRTÆKI HEFUR KOMIST YFIR KVÓTA BÆJARFÉLAGSINS OG ERU BÚNIR AÐ TRYGGJA SIG Í BAK OG FYRIR.  ÞÁ ER FARIÐ MEÐ ALLT SITT HAFURTASK OG BÆJARFÉLAGIÐ SKILIÐ EFTIR "BLÆÐANDI".  Þetta hefur ekkert með "hagræðingu" að gera heldur er þarna "lokahnykkurinn" á áralöngu "plotti".....

Jóhann Elíasson, 28.3.2017 kl. 11:08

2 identicon

Sæll Ómar.

Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki;
kannski ætti bæjarfélagið að mjúklæta þetta veldi
og láta 'hausana' ganga yfir sig mótþróalaust
og minnast þess að Þormóður Kolbrúnarskáld
átti langt samtal hvert kveld við höfuð
Þorgeirs Hávarðssonar, - tókst þó að koma vitinu
fyrir hann að lokum.

Húsari. (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 11:50

3 identicon

Listinn yfir þessi mál er langur og málinn mörg. Listinn nær aftur fyrir fyrra stríð, löngu fyrir komu kvótakerfisins. Um allt land er að finna sviðna jörð, rústir, verbúðir sem gróið er yfir og gleymd byggðarlög sem lögðust í eyði þó nægur fiskur væri utan við hafnarkjaftinn. Fyrirtækin fluttu þangað sem hagstæðara var að stunda rekstur. Kvótakerfinu er ekki um að kenna þróun sem hófst og náði hámarki áratugum fyrir komu þess.

Annað sjónarmið er að Haraldur Böðvarsson, HB, gerði góða tilraun til að leggja Sandgerð í eyði með því að hirða af þeim allan kvóta fyrir nokkrum árum. Og nú eigum við að gráta það að þeir eru að missa þýfið.   http://www.midjan.is/skagamenn-sviku-sandgerdinga/

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 12:29

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Er þá ekki enn meiri ástæða til að benda á í hvað stefnir víða Hábeinn? Þorgerður Katrín hefur miklar áhyggjur af þessu ástandi á Skaganum eins og 85% þjóðarinnar. Hún hefur samt fá vopn enda sjálf varðhundur vopnabúrs stjórnvalda. 15% þjóðarinnar lætur sig fátt um finnast enda upptekin af arðtölum og peningagræðgi.Breytist eitthvað nú? Nei ! það mun ekkert breytast því þjóðin sjálf er sinnislaus og ófær um að mótmæla ef að á henni er brotið. Þjóðin er í djúpum Þyrnirósarsvefni og rumskar ekki einu sinni þótt hér sé Gullkálfur að traðka á henni.Líklega eru draumar hennar einmitt um að hún vilji dansa með........það er líklega málið.

Ragna Birgisdóttir, 28.3.2017 kl. 13:09

5 identicon

Ragna, benda á hvað? Mótmæla hverju? Að fyrirtæki skuli voga sér að vera rekin með hagnaði? Að hluthafar séu ekki að fjárfesta í fyrirtækjum til að tapa á því? Að stjórnendur fyrirtækja skuli hafa hag fyrirtækjanna í fyrirrúmi? Ríkið vill frekar auðlindagjöldin sín en atvinnu á Akranesi. Þjóðin vill ekki gengisfellingu til að bjarga rekstri fiskvinnslunnar. Sú staða kallar á uppsagnir, lokanir og hagræðingar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 14:52

6 identicon

Skagamenn lögðu 23.000 tonna kvóta í púkkið 2004.

GB (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 15:43

7 identicon

Bara áður en lengra er haldið, þá vil ég biðja ykkur um vinsamlega að tala ekki krónuna niður...hún bjargaði okkur jú í hruninu.

En það sem mig langar að vita er, að hvar eru eigendur Haralds Böðvarssona núna..?...eru þeir kannski í gólfi með Bjarna Ben á Flórída..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 16:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bara áður en lengra er haldið, þá vil ég biðja ykkur um vinsamlega að tala ekki krónuna niður...hún bjargaði okkur jú í hruninu."

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 16:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. Glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 16:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 16:28

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem vilja vera með íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil okkar sem búum hér á Íslandi verða að sjálfsögðu að sætta sig við að lágt verð í íslenskum krónum fáist fyrir til að mynda sjávarafurðir sem fluttar eru út héðan frá Íslandi vegna þess að erlendir ferðamenn moka hér inn erlendum gjaldeyri sem hækkar gengi íslensku krónunnar.

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 16:30

12 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Rólegur Hábeinn! Hver sem vill hvaða fífl sem er hlýtur að sjá að hér er eitthvað mikið rangt gefið. laughing

Ragna Birgisdóttir, 28.3.2017 kl. 17:14

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

"Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að vegna gengisþróunar standi íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum til boða að flytja fiskvinnsluna til útlanda, til Bretlands, Austur-Evrópu og Asíu."

"Frá ársbyrjun 2015 hefur breska pundið fallið gagnvart íslensku krónunni um 25-30% og evran um 15-18%."

"Þegar fiskvinnslan hér á Íslandi er rekin með tapi getur verið freistandi að flytja vinnsluna til útlanda."

"Fyrirtæki munu ekki lifa af þessa sterku íslensku krónu."

"Rekstrarhorfur í botnfiskvinnslu hérlendis hafi ekki verið lakari í áratugi."

"Við heyrum af því að íslensk fyrirtæki eru að fá tilboð frá fyrirtækjum í Bretlandi, Austur-Evrópu og jafnvel Asíu um vinnslu á afurðum."

Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum stendur til boða að flytja fiskvinnsluna héðan frá Íslandi vegna hás gengis íslensku krónunnar

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 17:49

14 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Hvernig væri að gera kvótahöfum grein fyrir því að fiskveiðiauðlindin er eign Íslensku þjóðarinnar, og vilji þeir nýta hana geri þeir það ekki með þeim móti að flytja vinnu við fiskinn úr landi.  Skiptir sennilega meira máli fyrir þjóðarhag, en hvort fiskviðigjöldin eru miljarðinum meiri eða minni.

Kjartan Sigurgeirsson, 28.3.2017 kl. 20:36

15 identicon

Hlutbréf í HB Granda lækkuðu í gær og í dag og munu lækka enn meir.

Þegar botninum er náð þá selja lífeyrissjóðirnir sín 40% og fara í fjárfestingarleiki erlendis.

Hverjir haldið þið að hafi selt í Flugleiðum þegar hlutabréfaverðið hrapaði í botn þrátt fyrir að hvergi sé hægt að þverfóta fyrir túristum á Íslandi?

Grímur (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 20:58

16 identicon

Það er rétt hjá Jóhanni að þetta er eitthvað langtímaplott til að berja fyrst og fremst á Ríkinu. Enda kalla þeir þetta "Áætlun" - S.s. hótun!

Og tuðran þarna Marteinsdóttir er notuð til að grenja í fjölmiðlum út af genginu. Það er því rétt sem Kjartan segir að ef það á að flytja fiskinn óunnin úr landi í stórum stíl þá á bara að taka kvótan af þeim aðilum.

El Acróbata (IP-tala skráð) 28.3.2017 kl. 22:35

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu skiptir gengi íslensku krónunnar engu máli fyrir fyrirtæki og almenning hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 28.3.2017 kl. 23:58

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki selja óunninn fisk í stórum stíl héðan frá Íslandi og hafa gert áratugum saman.

Og innflytjendur, aðallega Pólverjar, hafa haldið fiskvinnslunni gangandi í fjöldanum öllum af bæjum og þorpum hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 29.3.2017 kl. 00:16

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á leigukvóta þorsks er núna um 208 krónur fyrir kílóið en verð á óslægðum þorski er um 232 krónur, þannig að mismunurinn er einungis 24 krónur fyrir kílóið.

Steini Briem, 9.1.2009

Þorsteinn Briem, 29.3.2017 kl. 00:27

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.

Þorsteinn Briem, 29.3.2017 kl. 00:28

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 29.3.2017 kl. 00:31

22 identicon

Sæll Ómar.

Athugasemd við nr.2: Hávar Kleppsson bjó að Jökulskeldu.
Hann var kynjaður sunnan af Akranesi > Þorgeir Hávarsson.
(ekkert -ð þar!)

Núningur virðist hafa verið uppi millum þessara aðila
fulllengi, þeir talað í austur og vestur, - bókstaflega.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.3.2017 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband