Brennt barn forðast eldinn.

Þegar brennt barn forðast eldinn þar það ekki að þýða að það muni aldrei á ævinni kveikja eld. 

Brunasárin munu hins vegar hafa í för með sér meiri varkárni og hvata fyrir það til að gæta fyllsta öryggis framvegis, eftir að hafa brennt sig illilega.

Það lýsir einstökum barnaskap hvernig íslenskar eftirlitsstofnanir, stjórnmálamenn, fjölmiðlar og almenningur létu bláeyga hrifningu á sem eftirlitslausustu og frjálsustu fjármálakerfi.

Í framhaldi af sölu ríkisbankanna fór í hönd mesti dans einnar þjóðar í kringum gullkálf, sem um getur, þar sem sem takmarkalausast frelsi var lofað og prísað og hreinir fjármálaglæfrar og blekkingar kallað "tær snilld" og "andlegir yfirburðir útrásarvíkinga" í stíl landafundanna miklu fyrir þúsund árum.

Varla var blekið þornað af falspappírunum en Framsóknarflokkurinn gerði 95% lán bæði hjá ríki og hinum nýju bönkum að loforði, sem færði þeim svo mikinn sigur í kosningunum 2003, að Davíð Oddsson gat ekki myndað stjóron nema gefa forsætisráðherraembættið eftir til formanns Framsóknarflokksins rúmu ári síðar. 

Árið 2008 hlaut síðan þorri þjóðarinnar brunasár sem hlutust af blöndu af græðgi og barnaskap, Þess vegna verða hin brenndu börn að forðast að lenda aftur í því sama, þótt núverandi forsætisráðherra geti alls ekki skilið það og fallist á það vafningalaust. 

Það lát í loftinu og var í umræðunni að sala bankanna 2002-2003 færi eftir gamalkunnum farvegum helmingaskiptastjórnanna, sem blómstruðu fyrst um miðja síðustu öld og fengu síðan endurnýjun í hverri nýrri helmingaskiptastjórn, 1974-78, 1983-87, og loks til hins ítrasta frá árinu 1995 fram í Hrun.

Skilyrðin fyrir kaupunum á Landsbankanum virtust beinlínis löguð að því að Björgólfsfeðgarnir yrðu fyrir valinu. 

Þetta var augljóslega einkavinavæðing þar sem Sjallar fengu Landsbankann og Framarar Búnaðarbankann.  

Og stefndu rakleiðis í kollsiglingu. 

P. S. En í fréttum í kvöld segir þáverandi viðskiptaráðherra að Ólafur Ólafsson sé ekki og hafi ekki verið félagi í Framsóknarflokknum og að skýrsla dagsins sýni einmitt að Framsóknarflokkurinn og ráðamenn hans hafi hvergi komið nálægt þessu máli! 

Gerði þessi ráðherra þó í því að lítilsvirða Vilhjálm Bjarnason sem mest þegar hann færði opinberlega fram óþægilega sýn á málið, og Steingrímur Ari Arason sagði sig úr starfi í nefnd um söluna með þeim orðum að hann hefði aldrei á ævinni orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum. 


mbl.is Of neikvæð gagnvart einkaframtaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finndu Finn í Framsóknarflokknum!

Þorsteinn Briem, 29.3.2017 kl. 23:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

""Finnst þér líklegt að alþjóðlegur banki standi í slíku?" spurði Finnur Ingólfsson þegar Fréttablaðið spurði hann fyrir tæpu ári hvort þýski bankinn Hauck & Aufhäusher hafi verið leppur fyrir annan aðila þegar S-hópurinn svokallaði keypti hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003.

Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi.

Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.

"Það er mér algjörlega ókunnugt um og veit ekki til að það hafi verið,“ sagði Finnur ennfremur við Fréttablaðið í maí í fyrra þegar fjallað var um málið."

Þorsteinn Briem, 29.3.2017 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband