1. apríl gabb?

Í dag hefur mikið verið fjallað um svokallaðar falsfréttir og að þær leynist víðar en margur hyggur. Þurfi fólk að hafa á sér vaxandi vara gagnvart því sem birt er í auglýsingum og alls konar efni í fjölmiðlum. 

Discovery 2017 (2)

Þessa dagana hefur mikil aðsókn verið að sýningum á dýrum og mögnuðum bílum, og einn þeirra, sem hefur fengið mjög góða dóma, er nýr Land Rover Discovery. 

Sagt er í heilsíðuauglýsingum í dag að hann hafi verið léttur um 490 kíló með því einu að nota ál í yfirbygginguna. 

Þegar ég sá þetta hnykkti mér við, því að aldrei fyrr hef ég séð nefnda viðlíka tölu um léttingu, auk þess sem yfirbyggingin er einfaldlega ekki nógu þung til að hægt sé að létta haa svona mikið. Discovery 2017

Bíllinn nýi er um 2,2 tonn að þyngd, sem samkvæmt orðanna hljóðan í auglýsingunni ætti að þýða að hann hafi áður verið um 2,7 tonn. 

En það var eldri gerð hans ekki, fjarri því. 

Þegar flett er upp í tveimur erlendum bílablöðum, Autokatalog þýska blaðsins Auto motor und sport fyrir árið 2017, og danska blaðinu Bilrevyen 2017, kemur líklegri tala í ljós, eins og sést á ljósmynd af einni síðu þýska blaðsins. 

Léttingin er þar sögð vera á milli 220 og 310 kíló eftir því hve mikið tillit er tekið til léttingar vélbúnaðar, en á hann er ekki minnst íslensku auglýsingunni. 

Þetta er ekki lítil skekkja, sumir sem halda að þeir séu að kaupa bíl, sem hefur verið léttur um 490 kíló, kaupa bíl, sem hefur verið léttur um 220 kíló. 

Nú skiptir þetta svo sem ekki miklu máli þegar í hlut á jafn frábær bíll og Land Rover Discovery og þeir, sem hafa ráð á því, kaupa hvort eð er. 

En á þeim degi sem jafn mikið er talað um lúmskar falsfréttir og núna, og að fólk þurfi að fara vara sig á að trúa nokkrum hlut, er bagalegt að svona mikil ónákvæmni sé birt, einkum þegar vandað og virt bílaumboð á í hlut. 


mbl.is Magnað Mercedes-Benz teiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Ég mæli með að landsmenn fari inn á youtube og finni annarsvegar: nú andar suðrið, og hinsvegar: brenni þið vitar.

Ekki höfum við mannskepnurnar vit á hvað er raunverulega rétt og raunverulega rangt í dag. Það virðist mér alla vega vera alveg vitaleiðbeinandi ljóst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2017 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband