Annars konar stórslys prédikað í Moggagreinum.

Af og til birtast blaðagreinar í Morgunblaðinu um það stórslys, sem falið sé í grænum aðgerðum í umhverfis- og náttúruverndarmálum. Í grein með fyrirsögninni "Loftslagsblaðran sprungin" í dag er stórslysinuu lýst og bætt við:  "Það þurfti leiðtoga hins frjálsa heims til að stinga á henni". 

"Nú munu færustu vísindamenn Bandaríkjanna fá fé til að rannska loftslagþróun en áróðurmenn verða án" segir ennfremur

Í þessum orðum liggur að færustu vísindamönnum Bandaríkjamanna hafi hingað til verið meinað að rannska loftslagsþróun.

En einnig liggur það í síðasta hluta setningarinnar að þeir, sem fá aðrar niðurstöður en "leiðtoga hinna frjálsu þjóða" hugnast verði sviptir aðstöðu til rannsókna.

Er þar um að ræða flestar þær vísindastofnanir sem rannsakað hafa þessi mál hingað til.

Friðrik birtir í greininni sínar niðurstöður sem gera þær að verkum að hann á góða möguleika á að fá styrk frá "leiðtoganum" mikla til þess að bæta hag stóriðju, "sem hefur eitt trilljónum bandaríkjsdala til einskis."

Umhverfisaðgerðir vestra síðan 1968 hefur að dómi Friðriks leitt af sér "lélegt bensín." 

Þetta er merk niðurstaða og vert að verðlauna hana með styrkveitingu. 

Í orðunum liggur að færi muni gefast á að gera "America great again", með því að hækka octane-tölu bensíns úr 95 upp í 100-115 octane sem hún var á þeim tíma þegar mátti nota blý og önnur eiturefni til að auka hana. Þar með komið fram bensínið, sem hið "lélega bensín" var látið afnema í kringum 1970. 

Að vísu hafði "sterkasta og besta" verið notað með þeim afleiðingum að oft sást varla út úr súrnuðum augum fyrir útblásturstækju í bandarískum borgum.  En það var aukaatriði. Stóriðjan þurfti ekki "eyða trilljónum bandaríkjadala tið einskis" og "America was great." 

Friðriki tekur vísindastofnanir heimsins á hné sér sem "vankunnáttumenn sem vita ekki að koltvísýringur eflir lífið í sjónum." 

Þetta er stórfrétt, ekki aðeins á heimsvísu varðandi hrynjandi kóralrif og önnur áhrif súrnunar sjávar, heldur ekki síst fyrir okkur Íslendinga, þar sem súrnun sjávar hefur verið talið einna mest á heimsvísu, en hafa látið "vankunnáttumenn," nú síðast fyrir örfáum dögum á ársfundi Veðurstofu Íslands, komast upp með að ljúga því að súrnun sjávar geti verið áhyggjuefni vegna áhrifa hennar á lífríkið.

Hinn nýi spámaður, sem hefur nú bæst í hóp færustu vísindamanna með þessum nýju niðurstöðum sínum, boðar ekki aðeins kjörorð Íslendinga, "aukum útblástur koltvísýrings sem allra mest!", heldur að afnema "rafvæðingartilraunir á kostnað bíleigenda".

Sem sagt; að koma í veg fyrir að við notum eigin orkugjafa til samgangna, heldur notum bensínháka með sams konar bensíni og fyrir 1968 svo að stóriðjan þurfi ekki "að eyða trilljónum dala til einskis."  Kjörorðið verði "stóriðjunni allt!" 

Stundum er spurt af hverju verið sé að eyða púðri í að svara svona greinum. 

Svarið er einfalt:  Þetta er sami málflutningur og hjá "leiðtoga hins frjálsa heims", sem hann og hinir nýjustu og færustu vísindamenn hans flytja daglega í orði og verki.

Nú er ætlunin að ganga hreint til verks. Hreinsa út "vankunnáttumenn" og setja inn í staðinn og ausa fjárveitingum í "færustu vísindamenn" sem komast að þóknanlegum niðurstöðum.

Tónninn var gefinn þegar "leiðtogi hins frjálsa heims" kallaði fyrstu mennina í dómskerfinu, sem dirfðust að gera athugasemd til tilskipun leiðtogans mikla,  "svokallaðan dómara" og "óhæfa til starfa." 

Í grein Friðriks er þetta útfært aðeins nánar með því að kalla niðurstöður vísindastofnana: "Blekkingar, falsanir, umhverfistrúarofstæki, losunarkvótabrask og heimsvaldabrölt!"

Leiðtoginn mikli og nýjasti spámaður væntanlegs vísindasamfélags frjálsra þjóðar hafa talað. 

  


mbl.is Stórslys að verða í íslenskri náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri ég feginn ef ég gæti brennt hreinum dísli á mínum bíl í stað lífdísils og taka þar með mat frá börnum í þriðja heiminum.

Það er að sjálfsögðu óþarfi að hægja á þróun rafbílavæðingar því olían er ekki til allrar eilífðar.

Það er alveg vitað má að NASA, EPA, ICCP og BBC hafa farið með stæk ósannindi í umræðunni um loftslagsmál og virðast frekar vera í aðgerðapólitík en vísindum.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2017 kl. 18:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.

The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.

The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."

Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution

Þorsteinn Briem, 3.4.2017 kl. 21:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.3.2017:

"Styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti er nú yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík.

Vegna veðuraðstæðna er líklegt að styrkurinn verði áfram hár í dag og næstu daga.

Brennisteinsvetnismengun á höfuðborgarsvæðinu kemur að nánast öllu leyti frá jarðhitavirkjunum á Hellisheiði, samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi einnig bent á að styrkur svifryks hafi í morgun verið yfir heilsuverndarmörkum við Grensás í Reykjavík.

Styrkurinn þá var 67,45 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Styrkur niturdíoxíðs hefur einnig verið hár undanfarna daga.

Sú mengun kemur aðallega frá bifreiðum og er mest á morgnana og síðdegis þegar umferð er mest."

Þorsteinn Briem, 3.4.2017 kl. 21:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í dag:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 3.4.2017 kl. 23:33

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Veit ekki betur en að Mogginn sem slíkur hafi verið ötull að birta greinar frá báðum sjónarhornum og ef eitthvað er haldið merkjum umhverfisverndar á lofti. Hann ber ekki ábyrgð á skoðunum einstaklinga, en leyfir malflutning andstæðra sjónarmiða.

Vilt þú að Mogginn neiti að birta annað sjónarmiðið? Ef "loftslagsafneitun" er vitlaus og heimskuleg í þínum augum, mega þá málsvarar hennar ekki gera sig að fíflum í ræðu og riti?

Ég hef nú horft uppá yfirgengilegan hræðsluáróður og ragnarrakaspár umhverfisvendarsinna í meir en tíu ár, allt frá heimsendaræmunni hans Al Gore, sem er eins og kómedía á að horfa í dag. 

Er hugsanlegt að umhverfissinnar eigi á brattan að sækja gagnvart tiltrú fólks einmitt vegna þessara ýkjusagna og ofboðslegheita? 

Ég held að sabotörar umhverfisvendarstefnunnar og hnattrænna veðurfarsbreytinga séu helst þeir sjálfir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2017 kl. 01:42

11 identicon

Ég skil ekki hvað það fer fyrir brjóstið á mönnum þegar reynt er að draga úr sóun á olíu og öðrum takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Hvers vegna þarf enn frekari sannanir fyrir því að útblástur á CO2 valdi loftslagsbreytingu? Hvers vegna má lífríkið og náttúran ekki njóta vafans?

Því hefur verið haldið fram að með núverandi eyðslu taki það u.þ.b. eitt ár að eyða jafnmiklu jarðefnaeldsneyti og myndaðist á milljón árum. Víst er að það tekur ekki margar aldir að eyða því öllu því sem eftir er. Svipað má segja um aðrar auðlindir jarðar.

Hinn "vitiborni maður" kom fram á sjónarsviðið fyrir u.þ.b. 40 þús. árum, nú er mannfjöldinn á jörðinni kominn yfir 7 milljarða, hefur nær þrefaldast síðan ég fyrst fór að fylgjast með.

Hve lengi getur svona lagað haldið áfram?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 14:36

12 identicon

Það fyndnasta við málflutning margra þeirra sem telja mengun og hnatthlýnun sé eitthvað scam sem einhverjum datt í hug til að nýta sem féþúfu.

Það kann vel að vera að það sé mikla fjármuni út úr því að hafa að halda því fram að mengun og hnatthlýnun sé staðreynd, jafnvel þótt hún væri það ekki. Þeir fjármunir eru þó hjóm eitt miðað við það sem er í boði fyrir þá sem neita því að mengun og hnatthlýnun sé staðreynd, jafnvel þótt hún væri það.

Halldór Þ Halldórsson (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 17:14

13 identicon

Sæll.

Það er staðreynd, þó sumir vilji ekki kannast við hana, að þeir sem halda öðru fram en hnattræn hlýnun af mannavöldum eigi sér stað, fá miklu síður aðgang að jafningjarýndum vísindaritum. Þeir fá miklu síður styrki. Hugmyndin er ekki að eiga hér yfirvegaða umræðu heldur keyra í gegn ákveðin mál. 

Menn hafa sagt að vísindamenn séu sammála um hnattræna hlýnun en það er fjarri lagi. Ég man ekki betur en menn hafi misst sín störf fyrir að halda öðru fram en því sem umhverfisverndarsinna vilja heyra. 

Vinstri menn hafa nýtt sér þetta allt saman til þess að reyna að auka vald ríkisstjórna yfir fólki og leggja á skatta. Menn dirfast ekki að mótmæla þegar hægt er að berja á þeim með rökum eins og að jörðin verði óbyggileg og annað slíkt. 

Búið er að kippa fótunum undan "the hockey stick". Færri vita þó hversu gölluð tölvumódel af veðurfari eru.

Á komandi árum verður sjálfsagt margt annað í þessum málflutningi opinberað sem tóm þvæla. Þá munu vinstri menn bara fara í næsta mál til að fullnægja þörf sinni til að stjórna öðrum. 

Nr. 11 hér að ofan talar um hinn viti borna mann. Hinn viti borni maður lætur rök ráða för, ekki tilfinningar sínar. Hnattræn hlýnun hópurinn fellur á því prófi. 

@11: Fólki getur fjölgað á meðan hægt er að framleiða matvæli fyrir sífellt stærri hóp manna. 

Helgi (IP-tala skráð) 5.4.2017 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband