Vetnið að rísa úr öskustó? Athyglisverð orð Bjarna Bjarnasonar.

Þegar miklar tækniframfarir og breytingar eru í gangi gengur oft á ýmsu. Sem dæmi má nefna hina hröðu þróun dísilbíla í kringum  síðustu aldamót.  Með bættri innspýtingar- og ventlatækni ásamt stórkostlegri nýtingu á forþjöppum var svo komið, að nýtni dísilvéla hafði fjórfaldast á nokkrum áratugum og var orðin meiri miðað við sprengirými en á bensínvélum. 

Talað var um að dísilvélin væri að stiga bensínvélina af, þótt hún væri heldur dýrari, því að sumar dísilvélar voru að nálgast það að afkasta 100 hestöflum á hvern lítra sprengirýmis á meðan bestu bensínvélar lágu enn niðri við 70 hestöfl.  

En í merkilegu viðtali við helsta yfirmann tæknimála hjá Fiat-verksmiðjunum í kringum 2007 spáði hann því að bensínvélin myndi ná vopnum sínum og aðeins nokkur ár myndi líða þar til ný bylting yrði þar. 

Og það gerðist. Með því að yfirfæra framfarir í forþjöpputækni og innspýtingar- og ventlatækni yfir á bensínbíla varð slík bylting þar, að ný þykir ekkert tiltökumál þótt bensínvélar afkasti allt að 130 hestöflum á hvern lítra sprengirýmis.

Svipað kann að vera að gerast í keppninni á milli vetnisknúinna bíla og rafknúinna bíla.

Í báðum tilfellum er um geymslu á orku að ræða, geymslu raforku á rafgeymum hjá rafbílunum, og samþjöppun og geymslu vetnis á vetnisbílunum.

Framfarirnar í rafbílunum hafa verið meiri síðustu árin, en vegna þess hve vetnisbílarnir hafa verið miklu dýrari, hafa þeir legið eftir.

Þó hefði það átt að hringja bjöllum, að jafn stór fyrirtæki eins og Toyota og Hyundai væru að þróa vetnisbíla.  

Bíll Toyota var settur á almennan markað nýlega en kaupverðið er ansi hátt ennþá. 

Á móti kemur, að vetnisgeymslan kostar ekki nálægt því eins mikla þyngd, og þar af leiðandi orku til að færa þá þyngd úr stað, og geymsla raforku. 

Sem dæmi má nefna, að rafgeymarnir í væntanlegum Opel Ampera-e / Chevrolet Bolt, eru 440 kíló að þyngd, en samsvarandi bensínorka á bensíngeymi vegur aðeins um 70 kíló. 

Talan í vetnisbílnum liggur þarna á milli, og nú þegar er drægni vetnisbílanna meira en tvöfalt meiri en hjá rafbílum og áfyllingin fljót. 

Það þýðir að mun færri hleðslustöðvar þarf en hjá rafbílunum og að ókostirnir varðandi framleiðslu og endurnýjun eða förgun á orkuberanum, svo sem hin takmarkaða auðlind lithium, eru miklu minni á vetnisbílunum. 

Afar gott og athyglisvert viðtal var við Bjarna Bjarnason, forstjóra hjá reykvísku orkuveitunni í tíu fréttum sjónvarps í gærkvöldi. 

Þar benti hann á að vegna þess að rafbílar eru yfirleitt hlaðnir að næturlagi í heimahúsum þarf ekki að leggja háspennulínur yfir hálendið og hann benti líka á það orka rafbílaflotans yrði innan við 2 prósent af raforkuframleiðslu landsins. 

Sem afhjúpar þær blekkingar Landsnets að bygging risa raflína um allt land eigi að þjóna íslenskum heimilum og fyrirtækjum. 

Í ljós kom þegar hópur landeigenda á línustæði Blöndulínu 3 fór að kynna sér útfærslu línunnar, að henni var auðvitað eingöngu ætlað að þjóna stóriðjunni, þótt látið væri í veðri vaka, að lagning risalínunnar væri til þess að auka afhendingaröryggi til íslenskra heimila og fyrirtækja. Enda þarf ekki svona risalínur til þess.

Og tölurnar eru sláandi varðandi það að við gerum okkur í stakk búin við að nýta eigin orku til samgangna:  1,5% orkunnar í bílaflotann en 80% til stóriðjunnar!


mbl.is Niðurgreiðsla háð akstursgögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 14:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum síðastliðna áratugi.

Eigendur rafbíla nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa aðrar vörur og greiða af þeim virðisaukaskatt.

Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.

Steini Briem, 7.11.2015

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 14:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 14:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2014


Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 14:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 14:57

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í gær:

"At the end of Monday's trading, Tesla reached a market capitalization of $48.7 billion compared with Ford's $45.6 billion, according to Bloomberg.

General Motors was at $51.2 billion."

Tesla Passes Ford in Market Value as Investors Bet on the Future - The New York Times

Þorsteinn Briem, 4.4.2017 kl. 15:26

7 identicon

Er þessi Bjarni ekki frekar fáfróður spekingur miðað við þetta.

"Þar benti hann á að vegna þess að rafbílar eru yfirleitt hlaðnir að næturlagi í heimahúsum þarf ekki að leggja háspennulínur yfir hálendið og hann benti líka á það orka rafbílaflotans yrði innan við 2 prósent af raforkuframleiðslu landsins"

Þarf ekki rafmagn til að knýja eitthvað fleira en bíla.Td orka fyrir fiskimjölsverksmiðju frystiuhús og einnig til upphituar á íbúðarhúsnæði.

Sælir (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 18:44

8 identicon

Er þessi Bjarni ekki frekar fáfróður spekingur miðað við þetta.

"Þar benti hann á að vegna þess að rafbílar eru yfirleitt hlaðnir að næturlagi í heimahúsum þarf ekki að leggja háspennulínur yfir hálendið og hann benti líka á það orka rafbílaflotans yrði innan við 2 prósent af raforkuframleiðslu landsins"

Þarf ekki rafmagn til að knýja eitthvað fleira en bíla.Td orka fyrir fiskimjölsverksmiðju frystiuhús og einnig til upphituar á íbúðarhúsnæði.

Sælir (IP-tala skráð) 4.4.2017 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband