Hvað um innköstin í fótboltanum?

Allir kannast við það þegar knattspryrnumenn virka afar kærulausir við að taka innköst. Oft kasta þeir inn marga metra frá þeim stað þar sem boltinn fór út af vellinum. 

Af hverju virðist það alger tilviljun hvort refsað sé fyrir þetta? 

Eða að minnsta kosti vera alveg háð geðþóttaákvörðun dómara eða línuvarðar hvort innkastið sé dæmt ógilt. 

Í innkasti er skilyrði, að báðir fætur snerti jörð þegar boltinn fer úr höndum leikmanns. 

Yfirleitt virðast leikmenn og dómarar nákvæmir í þessu efni, enda reglurnar skýrar. 

Heimsfræg hagræðing kúlu fyrir pútt á risamóti líkist á myndum því mjög þegar leikmenn í fótbolta, sem eiga að taka vítaspyrnu, ganga sjálfir að vítapunktinum fyrst til að hagræða boltanum á punktinum. 

Þetta virðist vera einhvers konar sálræn þörf og kannski er þetta eitthvað svipað í golfinu. 


mbl.is Eru vísvitandi kærulausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband