Laxdæla, klassík í hæsta gæðaflokki. Af hverju ekki aftur "Kappar"?

Njáls saga er að sönnu mikið og magnað bókmenntaverk og frægust Íslendingasagna, en frá barnsaldri hef ég haft mestar mætur á Laxdælu, vegna þess hve algerlega tímalaus og sígild sú örlaga- og ástarsaga er. 

Um miðja síðustu öld voru gefnar út tvær bækur fyrir ungt fólk undir heitinu "Kappar". 

Þar voru nokkrar af styttri Íslendingasögunum settar fram með nútímastafsetningu og gerðar aðgengilegar, meðal annars með frábærum teikningum besta skopteiknara landsins á þeim tíma. 

Þetta voru meðal annars Laxdæla, Grettis saga, Gísla saga Súrssonar, Gunnlaugs saga ormstungu og saga Orms hins sterka Stórólfssonar. 

Það er ekki unga fólkinu að kenna, að það laðist ekki að hinum klassísku íslensku verkum, heldur hinum eldri, sem ráða yfir bókaútgáfu hér á landi. 

Þó ekki væri nema að grafa bækurnar "Kappar" upp og endurgefa þær út með teikningunum góðu. 


mbl.is Fornsögur vinsælli hjá erlendum nemendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband