Kynslóðabil í orði og gerðum. "Sjálfan" er táknmyndin.

Það er ekki svo langt síðan að gangur lífsins hjá flestum hér á landi var sá, að finna sér maka um eða upp úr tvitugu, hlaða niður börnum og koma sér sem fyrst upp eigin húsnæði. 

En nú virðast vera róttækar breytingar í gangi. Unga fólkið leggur meira upp úr því að safna upplifun af heiminum bæði hér heima og erlendis.

"Sjálfan" ("Selfie") er táknmyndin. Ég með þessum eða hinum, ég í Róm, ég á stórhljómleikum í London eða Hamborg.

Fyrst er menntun, helst með háskólaprófi og master hjá konunum. Stofnun fjölskyldu má bíða.

Flestir okkar, hinna eldri, finna þetta í eigin ranni. Það hefur fæðst 21 barnabarn hjá mér, þau elstu eru yfir þrítugt, tólf eru eldri en 18 ára , en aðeins eitt barnabarnabarn, og móðir þess er inni í miðjum barnabarnahópnum, hvað aldur snertir.

Ein af afleiðingum þess að fjölgunin minnkar stórlega er innflutningur á vinnuafli og hlutfallslega færri, sem eru á besta launaaldri, til að vinna fyrir þeim stórfjölgandi hluta þjóðarinnar, sem er eldra fólkið.   


mbl.is Frjósemi minni en nokkru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn skortur á fólki í heiminum. Og þetta áhugamál, að hrúga niður börnum, má alveg missa sín. Afnema ætti styrki og bætur, niðurgreiðslur og afslætti til barnafólks. Verðlauna ófrjósemisaðgerðir og hafa getnaðarvarnarpilluna og smokka ókeypis.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 12:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 7.4.2017 kl. 17:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.

Turks in Germany

Þorsteinn Briem, 7.4.2017 kl. 17:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúsundir manna hér á Íslandi, bæði Íslendingar og útlendingar, misstu vinnuna vegna Hrunsins hér haustið 2008.

Þúsundir útlendinga höfðu þá verið að byggja íbúðir hér á höfuðborgarsvæðinu og þeir fluttu úr landi ásamt þúsundum íslenskra iðnaðarmanna.

Þúsundir manna hér á Íslandi misstu einnig íbúðir sínar og urðu gjaldþrota.

Íbúðir voru því tiltölulega ódýrar hérlendis mörgum árum eftir Hrunið og því ekki mikill vandi fyrir ungt fólk að kaupa íbúðirnar ef það hafði til þess fjárráð, sem það hafði yfirleitt ekki.

Og þúsundir manna fluttu úr landi vegna lágra launa hérlendis.

Til að hægt sé að reisa hér ný íbúðarhús þarf að flytja inn vinnuaflið og það þarf einnig að búa einhvers staðar.

Og nú starfa hér aftur þúsundir útlendinga við að reisa íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar á meðal hótel og gistiheimili, svo og við ferðaþjónustuna, þannig að hægt verður að aflétta hér öllum gjaldeyrishöftum á morgun.

En að sjálfsögðu geta þessar þúsundir útlendinga flutt inn í húsnæði sem ekki er búið að byggja vegna Hrunsins hér á Íslandi haustið 2008.

Atvinnuleysi hér á Íslandi er nú nær ekkert vegna ferðaþjónustunnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa hatast við.

Og nú hefur loks nýlega verið hægt að stórhækka hér laun vegna ferðaþjónustunnar sem hefur mokað erlendum gjaldeyri inn í landið, þannig að gjaldeyrisforðinn er nú jafnvirði átta hundruð milljarða króna.

Nokkur ár tekur að hanna og reisa íbúðarhúsnæði, enginn skortur er á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði hér í Reykjavík í mörgum hverfum borgarinnar og hér býr einungis rúmlega helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

En sumir hafa greinilega fengið á heilann Hlíðarendasvæðið, sem er í einkaeigu, og tapað öllum málaferlum vegna þessa svæðis.

Steini Briem, 13.3.2017

Þorsteinn Briem, 7.4.2017 kl. 17:57

5 identicon

Hábeinn...Miðað við ræðuna, hefðir þú kunnað vel við þig í smokknum,

eða hvað ?

sigurður (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband