Fólk á hjólum losar um rými fyrir bíla, sem það sæti annars í.

Smám saman, en þó ofur hægt, þokumst við í átt til þess sem gerist víða erlendis varðandi notkun hjóla, bæði margvíslega notkun og notkun mismunandi hjóla. 

Hvert reiðhjól, sem farið er á um hjólastíga og gangstéttir, skapar rými fyrir einn bíl, sem annars hefði þurft að aka á götum með manneskjuna sem notar hjólið. 

Létt vélhjól á götu losar líka um dýrmætt rými, því að allt að fjögur hjól geta notað rými sem einn bíll notar. 

Í mörgum erlendum borgum er vélhjólum ætlað sérstakt afmarkað rými fremst við umferðarljós. 

Hugsunin er sú að vélhjólafólkið fari rólega meðfram bílunum inn á þetta fremsta svæði og fari síðan fyrst af stað á grænu ljósi. 

Með því að skila hjólafólkinu á þennan hátt í gegnum umferðarteppuna, er verið að losa um rými, sem þetta fólk hefði annars tekið sitjandi í bíl í teppunni. 

Ef það væri ekki á hjólum, væri það hvert um sig á bíl sem tæki allt að fjórum sinnum meira pláss en hvert hjól. 

Enn meira rými losa hjólin þegar þeim er lagt og þurfa ekki nema lítið brot af því rými, sem hver bíll notar. 

Einstaka bílstjóri bölvar hjólafólkinu af ástæðum, sem erfitt er að skilja. Miklu fremur ættu bílstjórarnir að vera þakklátir hjólafólkinu fyrir að losa um bílapláss fyrir aðra. 

 


mbl.is WOW air með hjólaleigu í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hverjir hefðu legið í sjúkrarúmunum sem slasaðir hjólreiðamenn hafa yfirtekið? Eða fengið fljótari afgreiðslu á slysamóttökunni ef ekki væri þar straumur hjólakappa? Eru  biðlistar lengri vegna þeirra 1000 hjólreiðamanna sem leita á Landspítalan á hverju ári?

Hábeinn (IP-tala skráð) 9.4.2017 kl. 02:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem slasast á reiðhjólum eru langflestir börn, aðallega strákar, en ekki fullorðnir á miklum umferðargötum, samkvæmt slysatölum.

Þorsteinn Briem, 9.4.2017 kl. 02:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem aldrei aka bifreiðum á götum og vegum greiða einnig fyrir gerð þeirra og viðhald með sköttum sínum, til að mynda virðisaukaskatti, tekjuskatti og útsvari, enda eru þar miklir vöruflutningar.

Ekki mæðir nú mikið á vegum og götum vegna hjólreiða og því fleiri sem hjóla því minna viðhald þurfa götur og vegir.

Allir nota gangstéttir og mikill og dýr innflutningur á bensíni sparast með notkun reiðhjóla í stað bensínbíla. Og engin mengun er vegna hjólreiða.

Þar að auki eru göngu- og hjólreiðastígar margfalt ódýrari og þurfa miklu minna viðhald en vegir og götur, Barna-Vagn.

Steini Briem, 18.3.2017

Þorsteinn Briem, 9.4.2017 kl. 02:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reiðhjólaslysum hefur fjölgað lítillega á rannsóknartímabilinu en fjölgun slysa virðist minni en fjölgun hjólreiðamanna.

Fleiri karlar en konur
leita á sjúkrahús vegna afleiðinga reiðhjólaslysa og meirihluti slasaðra er ungur að árum.

Slysin eiga sér yfirleitt stað á vorin og á sumrin.

Flestir slasast lítið en 3,6% slasaðra þurfti að leggja inn á Landspítala."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 9.4.2017 kl. 02:57

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í desember 2015 varð banaslys hjá reiðhjólamanni en þá hafði ekki orðið banvænt reiðhjólaslys síðan árið 1997.

Til samanburðar er heildarfjöldi látinna í umferðarslysum 102 á rannsóknartímabilinu."

Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 - Læknablaðið

Þorsteinn Briem, 9.4.2017 kl. 03:33

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 9.4.2017 kl. 04:03

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hve margir slasast í bílum og hve mikið eignatjón verður í bifreiðaóhöppum? Hve miklu meira eignatjón er á bíl en á hjóli?

Hve margir gangandi vegfarendur slasast? 

Hve margir slasast á skíðum og á hestum? 

Ómar Ragnarsson, 9.4.2017 kl. 12:28

8 identicon

Þetta hjóladæmi er e.t.v. raunhæft 3 mánuði á ári Ómar. 
Við búum á Íslandi. Farðu nú aðeins að slaka. 

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2017 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband