Stundum fótaskortur...

Frumherjar rokksins, sem sungu rokklög opinberlega á fyrstu árum þess "in the fifties" eða rétt fram yfir 1960, eru nú komnir á þann aldur, að sá hópur, sem gat komið saman fyrir hálfri öld, er ýmist kominn á áttræðisaldur eða horfinn yfir móðuna miklu. 

Við berum mikla virðingu fyrir þeim, sem horfnir eru, og minntumst til dæmis Sigurðar Johnny sérstaklega á þeirri skemmtun í Grímsborgum í haust, sem var næst á eftir andláti hans. 

Viðstaddir risu úr sætum og vottuðu honum virðingu með þögn.

Við eigum, raunar á hvaða aldri sem er, að þakka fyrir hvern dag sem við fáum að vakna og geta lifað lífinu sem best.  

En síðan getur það líka komið fyrir, að manni verði fótaskortur á tungunni. 

Á einni skemmtuninni í Grímsborgum sátum við í hóp til hliðar við sviðið svo að við sáumst úr salnum, og í byrjun skemmtunarinnar benti ég á hóp okkar og sagði eitthvað á þessa leið:

"Og hér erum við komin, þótt sum okkar séu reyndar látin...."

Vandræðaleg þögn hjá hinum klaufska kynni en samkomugestir hlógu að bullinu.  

Í annað skipti varð einstök uppákoma vegna klaufaskapar míns, sem vakti mikinn hlátur, og hann allan á minn kostnað, líkt og þegar Týr, hinn hugaðasti ása, vildi sýna hugrekki sitt með því að setja hönd sína inn í gin hins ógurlega Fenrirsúlfs. 

En úlfurinn beit höndina af og í sögunni segir síðan: 

"Þá hlógu allir nema Týr, hann lét hönd sína."  

Um atvikið í Grímsborgum gilti hins vegar: 

Þá hlógu allir nema Ómar, hann lét...?´ - ja, ég ætla að geyma það til skemmtunarinnar 21. apríl að segja söguna alla og klára hana. 

 


mbl.is Þeir látnu verða ekki með!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband