Jónas frá Hriflu fór ekki í sérframboð.

Margir íslenskir stjórnmálaforingjar hafa í gegnum tíðina farið úr flokkum sínum og stofnað ýmist sérframboð eða aðra flokka. 

Dæmi: Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra í stjórn Framsóknarflokksins 1927-32. Stofnaði Bændaflokkinn sem bæði varð smár og lognaðist útaf. 

Héðinn Valdimarsson vildi sameina krata og komma og stofnaði með kommunum sósíalistaflokkinn. 

Komst upp á kant við þá vegna árásar Rússa á Finna 1939-40 og fór áhrifalaus út úr íslenskum stjórnmálum. 

Hannibal Valdimarsson lék svipaðan leik og Héðinn 1956 og stofnaði Alþýðubandalagið með kommunum. 

Fór úr Alþýðubandalaginu með sínu fólki 1970-71 og stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem varð skammlífur flokkkur. 

Vilmundur Gylfason gekk úr Alþýðuflokknum, stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og bauð fram í kosningunum 1987. Það framboð fékk langt í frá það fylgi sem Vilmundur hafði vonast til og lognaðist út af. 

Albert Guðmundsson gekk úr Sjálfstæðisflokknum 1987 og stofnaði Borgaraflokkinn, sem fór svipaða leið og framboð Vilmundar. 

Jóhanna Sigurðardóttir fór úr Alþýðuflokknum 1994 og stofnaði Þjóðvaka sem rann inn í Samfylkinguna fimm árum síðar. 

En öðru máli gegndi um Jónas Jónsson frá Hriflu, sem var felldur úr formannsstóli Framsóknarflokksins 1944. 

Hann sat áfram á þingi fyrir flokkinn  til 1949 en var einfari í stjórnmálum þrátt fyrir það og áhrifalaus að mestu í flokknum. 

Ofangreint sýnir hve erfitt það hefur verið fyrir íslenska stjórnmálaforingja að lenda undir í flokkum sínum, hvort sem þeir hafa stofnað sérframboð eða ekki.  


mbl.is Ætlar ekki að yfirgefa Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Örlög allra þessara flokka var að þeir voru síðar lagðir niður. Þú gleymdir Ómari Ragnarssyni sem stofnaði Íslandshreyfinguna, sá flokkur var ekki lagður beint niður heldur yfirtekinn af samfylkingunni, sem þurrkaðist nánast út í næstu kosningum. Það tekst í næstu kosningum. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2017 kl. 08:02

2 identicon

Jónas frá Hriflu var alltaf þingmaður Suður-Þingeyinga. Björn Sigtryggsson frá Brún bauð sig hins vegar fram fyrir Framsóknarflokkinn í kosningunum árið 1946. Jónas fór þá í sérframboð og sigraði með glans.

Július Havsteen sýslumaður sem alltaf hafði boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn bauð sig ekki fram í það skiptið.  Ekki man ég nafn þess sem bauð sig fram í hans stað en hann var víst "harmonikkuleikari".

Ef ég man rétt þá bauð Jónas Haralz sig þá fram fyrir Sameiningarflokk alþýðu, Sósíalistaflokkinn.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.4.2017 kl. 11:16

3 identicon

Hvað er eiginlega að á Íslandi. Núverandi forsætisráherra er Panama-pappír og fyrirrennari hans, burtséð frá Sigurði Inga, sem er einnig Panama-pappír er að hugsa um að stofna nýjan Framsóknarflokk. Þurfum við Íslendingar virkilega á svo mjög takmörkuðum hæfileikum þessara lítt menntaðra skattsvikara og innherja braskara að halda.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2017 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband