Hentistefna, stundum frá degi til dags.

Það er mannlegt að skjátlast í skoðunum og virðingarvert ef fólk er ófeimið við að skipta um skoðun þegar aðstæður eða upplýsingar breytast. 

En hinar öru og stundum allt að því daglegu sinnaskipti Bandaríkjaforseta geta varla átt sér aðrar skýringar en þær, að maðurinn sé alveg einstaklega duttlungafullur tækifærissinni og skrumari, - kom sér upp stefnu í kosningabaráttunni síðastliðið haust með loforðum um sparnað vegna hernaðarumsvifa, sem byggðust á kolrangri utanríkisstefnu.  

En nú leggur hann af hverja grundvallar fullyrðingu sína af annarri frá því í kosningabaráttunni síðastliðið haust eins auðveldlega eins og að skipta um sokka. 

Ein fullyrðingin varðandi rangar skoðanakannanir var sú, að úrslitin í forsetakosningunum hafi verið gerólík því sem komið hefði fram í könnnunum. 

En meginatriði skoðanakannananna var þó rétt, sem sé það að Trump myndi ekki fá meirihluta greiddra atkvæða. Þar munaði ríflega tveimur milljónum. 

Trump gætti þess hins vegar að spila á óánægju fólks í ríkjunum í "Ryðbeltinu" svonefnda, þar sem bylting í framleiðslutækni og viðskiptaumhverfi bæði innan lands og utan hefur gert fjölda fólks atvinnulaust. 

Í stað þess að setja fram stefnu sem miðar að því að örva og styðja fólk til endurmenntunar í samræmi við breytta þjóðfélagshætti og nýta nýja tækni til framfara, hamraði Trump á nauðsyn þess að snúa hjóli tímans við og gera allt sem líkast því þegar hann var ungur og "America was great" með margfalt meiri mengun og rányrkju en nú er. 

Slíkt viðhorf felur í sér stórfellda afneitun en getur virkað vel þegar verið er að virkja óánægju fjölda fólks með ríkjandi ástand.

Trump safnaði saman óánægjuatriðum sem beindust að Obamastjórninni og Hillary Clinton.

Hann gagnrýndi harðlega stefnuna gagnvart NATO, Rússum, Pútín og Assad Sýrlandsforseta og boðaði fráhvarf frá því að eyða fé í það að halda úti her eða hernaðaraðgerðum í þeim mæli sem gert hefði verið.

Nú er hann búinn að éta þetta jafn auðveldlega ofan í sig og að drekka vatn.  


mbl.is Telur NATO ekki lengur úrelt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Jú: sannarlega, kemur kúvending Donalds Jóhannesar Trump á óvart, þarna.

NATÓ - átti skilið:: líkt collega sínum / Varsjárbandalagi Sovétríkjanna þáverandi, sem lepp ríkja þeirra, að hverfa á vit sögunnar, árið 1991.

Furðu má því sæta: að NATÓ skuli enn vera við lýði, ekki hvað sízt með hliðsjón af ýmsum terrorisma þess víðsvegar, í seinni tíð.

Stoltenberg: núverandi NATÓ stjóri, er ekki síðri stríðs- æsingamaður / en fyrirennarinn Fokk (Fogh) Rasmussen, hinn Danski.

Með beztu kveðjum - sem oftar, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2017 kl. 15:05

2 identicon

Bíð spenntur eftir áliti Steina Briem á þessu máli.

imbrim (IP-tala skráð) 13.4.2017 kl. 20:58

3 identicon

Sælir - á ný !

imbrim !

Mögulegt er: að Steini Briem kunni að vera okkur svo sammála / að hann telji sig hafa engu við að bæta: að þessu sinni, a.m.k.

Sýndi okkur þar með - talsvert raunsæi, ef til vill.

Með sömu kveðjum: sem seinustu / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2017 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband