Er að styttast í sjálfvirka heimsækjandann?

"Vélar unnu störfin og enginn gerði neitt." Textinn með þessari forspá um framtíðina var gerður fyrir nærri hálfri öld og hófst á orðunum:  "Mig dreymdi´að ég væri uppi árið 2012."

Þessi framtíðarsýn virðist stundum vera að nálgast þegar fréttist af nýjum og nýjum sjálfvirkum tækjum og tólum eins og sjálfkeyrandi bílum. 

Eitt fyndnasta og beittasta atriðið í þáttunum Heilsubælinu á upphafsárum Stöðvar 2 var þegar Laddi brá sér í gerfi róbóta, sjálfvirks vélmennis, sem tók að sér að heimsækja sjúklinga á spítalanum. 

Það var ekki aðeins snilldarleikur Ladda sem gerði þetta atriði að heimsklassaatriði, heldur ekki síður ádeilan á það þjóðfélag, þar sem hinir kristnu í orði eru búnir að gleyma orðum Krists: "Sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín." 

Frétt af vélmenni sem afgreiðir mat vekur upp spurningu um það hvort það fari að styttast í sjálfvirka heimsækjandann. 

Nú sýna tölur að minni frjósemi hefur ekki verið hjá Íslendingum í nær 170 ár. 

Eitt af þeim ráðum, sem hugsanlega mætti grípa til, myndi verða óborganlegt hjá Ladda: Sjálfvirki elskhuginn. 


mbl.is Vélmenni afhendir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband