Maraþonleikir taka kraft úr mönnum og valda spennufalli.

Útsending frá maraþonleik Fram og Hauka stóð í 2 og hálfa klukkstund. Úrslit fengust eftir tvær framlengingar og vítakeppni. 

Kornungt lið, sem skrapað var saman síðasliðið haust eftir missi ellefu leikmanna og þjálfarans í fyrra, gaf allt sem það mögulega gat kreist úr sér til að fella sjálfa Íslandsneistarana og afleiðingarnar og eftirköstin gátu verið fyrirsjáanleg.

Spurningin er hve lengi þetta Öskubuskulið verður að jafna sig og komast aftur á þann stall sem það var í í sigurleiknum sæta.  

Ofþjálfun og ofþreyta eru þekkt fyrirbrigði í íþróttum og einnig það að "toppa" of snemma. 

Það góða við leikinn við Hauka var þó að minnsta kosti það, að þar kom í ljós hvað í þessu liði býr þegar það nær sér á strik. 


mbl.is Enn þá fjórar lotur eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband