Þrjátíu ára hugboð hefur ræst.

Stundum fær fólk það sem kallað er hugboð, sér eitthvað svo greinilega í anda, að það verður ógleymanlegt og um leið forspá. 

Eitt slíkt hugboð varð til við að horfa á Ragnar Bjarnson vera að syngja á dansleik Sumargleðinnar úti á landi fyrir um 30 árum. 

Nokkrir staðir, sem Sumargleðin kom á, voru sérstaklega minnisstæðir vegna þess, að þar var ólýsanlega góð aðsókn og stemning á sunnudagskvöldum, þeim tíma vikunnar, þegar yfirleitt er erfitt að halda slíkar samkomur. 

Staðir eins og Suðureyri, Skúlagarður í Kelduhverfi og Fáskrúðsfjörðru koma upp í hugann. 

Við það að standa úti í sal, skammt frá sviðinu og horfa á Ragga Bjarna og hljómsveitina fara hamförum i því að lokka hvern einasta kjaft út á gólfið og viðhalda stemningu helstu samkomu hvers sumar, birtist einhver konar sýn á manninn og andrúmsloftið sem var í kringum hann, sem var eiginlega ólýsanleg, einhvers konar hugboð um að hann og framlag hans myndi lifa lengi með þjóðinni.

Þetta var einkennilega sterkt og eftirminnilegt augnablik. 

Þegar Ragnar varð svo hastarlega veikur eftir að dagar Sumargleðinnar voru liðnir, virtist slá mjög á þetta hugboð. Honum var á tímabili varla hugað líf. 

Og þegar Fréttablaðið bað svokallaða álitsgjafar og sérfræðinga um dægurtónlist að gera lista yfir 30 helstu dægurlagasöngvara 20. aldarinnar og Ragnar Bjarnason komst ekki einu sinni á blað hjá þeim varð ég ekki aðeins afar ósáttur og hryggur yfir þessu, heldur var þetta eins og að hugboðið góða hefði endanlega verið kæft. 

Þetta var svo ótrúlegt. Hafði það verið misskilningur að Ragnar og Haukur Morthens hefðu verið langvinsælustu söngvarar landsins á löngu árabili og Ragnar jafnvel haft betur árum saman?

Hafði þjóðin verið svona dómgreindarlaus?

En Ragnar varð sjötugur 2004 og hugboðið góða var vakið með látum, - hann varð 75 ára 2009 og 80 ára 2014 og í hvert sinn efldist hugboðið. 

Eins og Magnús Norðdal, sem er kominn enn lengra á níræðisaldurinn en Ragnar, hefur verið magnaðisti listflugmaður landsins, nokkuð, sem á ekki að vera mögulegt, hefur Raggi Bjarna átt dýrðardaga, sem hann á svo sannarlega skilið.

Héðan af verður hugboðið í fullu gildi.  


mbl.is Fyrirsæta á níræðisaldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband