Það eina sem hann sagði að væri "hundrað prósent öruggt."

Donald Trump lofaði mörgu í kosningabaráttunni og tilgreindi meira að segja hverju hann ætlaði að vera búinn að ljúka á fyrstu hundrað dögunum í embætti. 

Það eina af því sem hann kvaðst myndu gera og notaði orðalagið "hundrað prósend öruggt" var að reisa múrinn mikla á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Nú er hann búinn að draga þetta í land líka og enginn veit hverjar efndirnar verða eða hvenær. 

Trump nefnir það helst nú, að múrinn eigi að stöðva flæði fíkniefna til Bandaríkjanna. 

Þótt hann hafi sjálfur efnast á því að lifa og hrærast í umhverfi framboðs og eftirspurnar, virðist hann halda að það sé aðeins framboðið á þessum efnum, sem viðhaldi flæði fíkniefna. 

Að sönnu er viðurkennt að neyslan er að jafnaði meiri eftir því sem auðveldara er að ná í fíkniefni, en mestu máli skiptir þó eftirspurnin. 

Það er hún fyrst og fremst sem knýr framboðið og gerir útvegun fíkniefna ábatasama. 

En í býsna einhæfri sýn sinni á "America great again" er hann iðinn við að kenna öllum öðrum en Bandaríkjamönnum um ástand mála í landi þeirra og finna erlenda blóraböggla.

Í afar eftirminnilegri kveðjuathöfn um Muhammad Ali flutti Billy Crystal snilldarávarp um þann merka mann.

Hann minnist þess hvernig Ali liðsinnti honum sem rétttrúuðum Gyðingi þótt Ali væri Múslimatrúar, og það jafnvel í Ísrael.

Lokaorð Crystals um Ali voru meðal annars þau, að Ali hefði reynt að byggja brýr en ekki múra á milli fólks. 


mbl.is Hættur við að fjármagna vegginn í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Donald Trump from Hell was sent,
but it was not badly meant,
builds a wall,
very tall,
a president not persistent.

Þorsteinn Briem, 26.4.2017 kl. 13:30

2 identicon

 Það er sem ég hef alltaf sagt að þessi múr verður aldrei reystur og ástæðan er sú að nautgripir bænda í Texas þurfa að komast til að drekka vatn í hinni frægu á Rio Grande.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2017 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband