Stærstu málin kalla á stærstu myndirnar.

Það má færa rök að því að Guðmundar- og Geirfinnsmálið sé magnaðasta sakamál Íslandssögunnar. 

Það sprettur fram á mesta óróa- og ólgutíma síðustu aldar og er skilgetið afkvæmi hinna ofsafengnu átaka í þjóðlífinu, sem snertu alla, allt frá ráðherrum og þingmönnum og niður í undirheima og hippabyltingu. 

Á áttunda áratugnum voru þéringar til dæmis drepnar á örfáum árum. 

Djúptæk sefjun var drifkrafturinn á bak við þetta mál, sem var og er enn of stórt til að geta dáið og er nú á því stigi, að það er annað hvort núna eða ekki, sem það verður að afgreiða það. 

Mér er til dæmis persónulega kunnugt um þrjú lykilvitni, sem eru orðin það öldruð, að ekki má dragast lengur að tala við þau. 

Sérstaklega er eitt þeirra mikilvægt og útilokað annað en að einhver muni reka augun í það, þótt síðar verði, að ekki var talað við það. 


mbl.is Framleiðir þætti um Guðmundar- og Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi vitni eiga að sjálfsögðu að gefa upp hjá lögreglunni það sem þau vita um málið.

Þorsteinn Briem, 28.4.2017 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband