Raunhæfur listi. Vantar smáaletrið í auglýsingar á rafbílum?

Leitun er að landi þar sem það liggur beinna við en hér að draga úr notkun á bílum knúnum jarðefnaeldsneyti. Að því ætti því að stefna ötullega. 

En vanda þarf til þessara orkuskipta svo að ekki komi bakslag í þau vegna ónógra upplýsinga mikilvægusu atriði málsins, svo sem um mismunandi gerðir rafbíla.

Eitt atriðið felst í því að birta raunhæfar tölur um drægni rafbíla en á það skortir hér á landi.

Hér er auglýst hámarks drægni við bestu erlendu aðstæður í miklu hlýrra loftslagi en hér er.

Loftkuldinn hefur nefnilega tvíþætt áhrif: 1. Drægni rafhlaðanna minnkar í kulda. 2. Miðstöðvar í bílunum taka til sín lygilega mikla orku.

Til viðbótar má bæta við, að með árunum minnkar drægnin með notkun rafhlaðanna um allt að 20%. 

Í auglýsingum um drægni rafbíla þyrfti að vera í það minnsta vísað til smáaleturs þar sem sagt væri, að drægnin sé miðuð við bestu hugsanlegu aðstæður og sé oftast mun minni en auglýstar tölur um hámarksdrægni, svo að skakki jafnvel þriðjungi.

Sem dæmi má nefna að ekkert slíkt er að sjá á nýlegri heilsíðuauglýsingu á Nissan Leaf með 30 kílóvattstunda rafhlöðum, heldur fullyrt það eitt, að drægnin sé 250 kílómetrar.

Hingað til hafa bílar af þessari gerð verið seldir með 24 kílóvattstunda rafhlöðum sem ætti því að gefa allt að 200 kílómetra drægi. 

En svo háttar til að ég á vini, sem eiga slíka bíla, og segja að raunveruleg drægni sé 40 prósent minni, þannig að til þess að komast á milli Reykjavíkur og sumarbústaðar í Rangárþingi, þurfi að vanda sig við að verða ekki rafmagnslaus. 

Þar að auki er auglýst í auglýsingunni á Nissan Leaf, að hann sé með mestu drægni í sínum stærðarflokki, og er umboðið fyrir bílinn þó nýbúið að sýna bíl af svipaðri stærð, Renault Zoe, sem er með 40 kílóvattstunda rafhlöðu og það hefur líka umboð fyrir! 

Að vísu aðeins minni en Nissan Leaf, en ekki svo miklu minni eða léttari að hann sé settur í annan stærðarflokk. 

Í þeim gögnum sem ég hef lesið um þessi mál hefur ofangreint um drægnina komið skýrt fram og jafnframt það, að bandaríski staðallinn EPA, staðall umhverfisverndarstofnunar BNA, komist næst réttu drægi þar í landi. Hér birti ég því tölurnar frá þessari stofnun, sem bæði Neytendasamtökin og FÍB ættu að birta. 

Þess má geta að á listann vantar Renault Zoe, sem samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef séð, dregur nokkrum tugum kílómetrum lengra en Nissan Leaf. Listinn er miðaður við þá bíla sem eru á boðstólum á Bandaríkjamarkaði, en Tesla 3 er væntanlegur þar. 

Efstu bílarnir á listanum hafa ekki enn komið á markað hér. BYD er kínverskur en þegar kominn til Ástralíu. 

Þess má geta að frá Reykjavík í Staðarskála eru 163 kílómetrar. Aðeins tveir bílar í á listanum, sem nú eru hér á markaði, komast þá leið alla án hleðslu samkvæmt þessum lista, og Leaf bíllinn aðeins 9 kílómetrum lengra. 

Í praxis yrði að stoppa í Borgarnesi og hraðhlaða þar til öryggis. Og stansa næst annað hvort á Blönduósi eða í Varmahlíð ef leiðin liggur til Akureyrar. 

Chevrolet Bolt EV.     383 kílómetrar.

BYD e6                 346    "

VW e-Golf 2017         201    "

Hyundai tonic el       200    "  

BMW i3  94 A-h         183    "

Nissan Leaf 30 kvst    172    "

Kia Soul EV            150    "

Mercedes-Benz B250e    140    "

Nissan Leaf 24 kvst    135    "

Fiat 500 e             135    "

Volkswagen e-Gólf      134    "

Chevrolet Spark EV     132    "

BMW i3 60 A-h          130    "

Ford Focus Electric    122    " 

Smart electric drive   109    " 

Mitshubishi i-MiEV     100    "

 

 

 


mbl.is Ábyrgist 800 km drægi nýs vetnisbíls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott Ómar. Það eru ekki allir tæknisinnaðir sem kaupa þessa bíla. Sem dæmi þú á eftir ætla ég að skreppa fram og til baka í bústaðir en samtals eru það um 200 km.Ég get ekki séð að það væri betra að vera alltaf með áhyggjur á rafmagnsleysi vegna kulda og vinds svo keypti mér Ford Kuga Diesel ásamt old faithful 1993 Ford E350 7.3 diesel sem enn má keyrað 500.000 Km eftir að hafa keyrt án vandamála í 190.000 km en ákvað að eiga hann eftir að  gefast hreinlega upp á Nissan Navara problem Diesel með eilíft stífluðum kvarðakútum. Semsagt ekki rafmagnsbíla í flota minn. :-)  

Valdimar Samúelsson, 29.4.2017 kl. 10:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Noregi er reynslan sú að rafbíllinn er notaður innanbæjar en annar bíll utanbæjar. Þar með verður rafbíllinn númer eitt, af því að 80-90 prósent aksturs hjá flestu borgarfólki er innanbæjar. 

Ómar Ragnarsson, 29.4.2017 kl. 10:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Að sjálfsögðu er einnig nauðsynlegt að setja sem fyrst upp hleðslustöðvar á landsbyggðinni
fyrir alls kyns rafbíla, til að mynda rafrútur sem ekið verður um allt landið.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:31

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:34

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fjölmörgum fylkjum Bandaríkjanna verður miklu kaldara á veturna en hér á Íslandi.

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2017:

"
Á Sauðár­króki bruna mis­há­vær­ir bíl­ar eft­ir Skag­f­irðinga­braut­inni en einn sker sig þó úr með af­ger­andi hætti, rafsendi­bíll­inn sem veit­ingaþjón­ust­an Grett­i­stak ger­ir út."

"
Eiður Bald­urs­son, annar eigenda Grettistaks, keypti nýj­an rafsendi­bíl úr verk­smiðjum Nis­s­an, E-NV200, í millistærðarflokki.

Eig­inþyngd sendibílsins er 1.641 kíló, lengd­in rúm­ir 4,5 metr­ar og breidd­in rétt rúm­ir 2 metr­ar með spegla úti."

"
Eiður seg­ir að rafsendibíll­inn hafi reynst vel í þau tæpu tvö ár sem fyr­ir­tækið hef­ur haft bílinn í sinni þjón­ustu.

"Við erum að keyra þrjátíu til fjörutíu kíló­metra að jafnaði á dag og þá þurf­um við ekk­ert að stinga sendibílnum í hleðslu nema yfir nótt­ina.

Við höf­um verið með veisl­ur í Varma­hlíð og get­um farið á bílnum þangað."

"Rekstr­ar­kostnaður­inn er nær eng­inn og bif­reiðagjöld­in ­um sex þúsund krón­ur á ári.

Maður finn­ur helst að drægn­in minnki þegar frostið fer í tíu stig."

Veitingaþjónusta á Sauðárkróki keypti rafsendibíl fyrir tveimur árum án þess að prófa bílinn fyrst en hann hefur reynst vel

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:43

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvað kostar rafmagnshleðslan á hvern ekinn km - nú eða á hverja þús.ekna km?
Sennilega er það eina viðmiðunin sem bíleigendur myndu skilja til samanburðar við bensín og diesel.

Kolbrún Hilmars, 29.4.2017 kl. 13:49

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2017:

"Orka nátt­úr­unn­ar (ON) og N1 ætla í sam­ein­ingu að reisa hlöður fyr­ir raf­bíla meðfram helstu þjóðveg­um lands­ins.

Stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna hafa skrifað und­ir sam­komu­lag um að hlöður ON rísi á af­greiðslu­stöðvum N1 víðs veg­ar um landið.

ON hef­ur þegar reist þrettán hlöður fyrir rafbíla í sam­starfi við ýmsa aðila, þar á meðal N1."

"ON hef­ur einnig aukið mjög upp­lýs­inga­gjöf til raf­bíla­eig­enda með út­gáfu smá­for­rits­ins ON Hleðsla fyr­ir Android og iP­ho­ne.

ON Hleðsla veit­ir meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um vega­lengd í næstu hlöðu, hvar hún er, hvaða hleðslu­búnaður er í henni og hvort hún er laus eða upp­tek­in.

Í til­kynn­ingu seg­ir að N1 reki 95 stöðvar á landinu og þar með víðtæk­ustu þjón­ustu hér landi fyr­ir bif­reiðaeig­end­ur."

"Um 20 mín­út­ur tekur að hlaða raf­bíl og mik­il­vægt fyr­ir öku­mann og farþega að geta slakað á í nota­legu um­hverfi og fengið sér kaffi­bolla eða aðra hress­ingu á meðan bíll­inn er í hleðslu."

Orka náttúrunnar (ON) og N1 með hleðslustöðvar fyrir rafbíla við þjóðvegi landsins

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 13:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.3.2017:

"Vegna árs­ins 2016 styrkti Orku­sjóður sex aðila um 66,7 millj­ón­ir króna til að setja upp sautján hraðhleðslu­stöðvar og þrjár minni á eft­ir­töld­um stöðum:

Skjöldólfs­stöðum, Bláa lón­inu, Land­eyja­höfn, Vest­manna­eyj­um, Eg­ils­stöðum, Höfn, Staðarskála, Fá­skrúðsfirði, Djúpa­vogi, við Jök­uls­ár­lón, í Skafta­felli, Kirkju­bæj­arklaustri, Vík, Hellu, Flúðum, Geysi í Hauka­dal, Hvera­gerði, Blönduósi, Varma­hlíð og Reykja­hlíð.

Vegna árs­ins í ár hafa tíu aðilar verið styrkt­ir um 66 millj­ón­ir króna til að setja upp sextán hraðhleðslu­stöðvar og tvær minni:

Garðabær, Hafn­ar­fjarðarbær, Isa­via, N1, Olíu­versl­un Íslands, Orka nátt­úr­unn­ar (ON), Orku­bú Vest­fjarða, Reyk­hóla­hreppur, Skelj­ungur og Vist­orka.

Loks hef­ur Orku­sjóður ákveðið að styrkja tólf aðila til að setja upp níu hraðhleðslu­tæki og 58 minni.

Þar af er Reykja­vík­ur­borg styrkt til upp­setn­ing­ar á þrjátíu minni hleðslu­staur­um víðs veg­ar um borg­ina.

Sex hraðstöðvarn­ar af níu verða sett­ar upp í Reykja­vík á veg­um Orku nátt­úr­unn­ar, Olíu­versl­un­ar Íslands og Skelj­ungs.

Á þessu loka­ári styrkt­ar­verk­efna Orku­sjóðs verða auk þessa sett­ar upp tólf hleðslu­stöðvar víða á Aust­ur­landi, ein í Grinda­vík, þrjár í Mos­fells­bæ, á Húsa­felli, Reyk­holti, við Selja­lands­foss, í Norðurf­irði á Strönd­um, þrjár á Sel­fossi, ein á Stokks­eyri, Eyr­ar­bakka, Raufar­höfn, við Detti­foss, á Laug­um, Skaga­strönd og Dal­vík."

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 14:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar um fjögur þúsund kWst raforku á ári.

Raforka vegna rafbíls á heimilinu er minni en þriðjungur af þeirri notkun.

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Og öll h
eimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 14:04

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 14:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.4.2017:

"Þegar bíla­sala fyr­ir janú­ar og fe­brú­ar í ár í Nor­egi var gerð upp kom í ljós að nokkuð jafnt er á með raf- og tvinn­bíl­um ann­ars veg­ar og bíl­um með bruna­vél hins veg­ar hvað vin­sæld­ir varðar.

Hrein­ir raf­bíl­ar voru 35,5% af sölu nýrra bíla fyrstu tvo mánuði árs­ins og sé tvinn­bíl­um bætt við er hlut­fall vist­vænu bíl­anna 49,6% af ný­skrán­ing­um."

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 14:26

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini #10   Er það málið að slaka á í notalegu umhverfi í 20 mínútur og kaupa veitingar?  Jafnvel fyrir farþegana líka. 
En hvað ef þú ert í biðröð, 3ji eða 4ði í röðinni, hversu miklar veitingar þarft þú þá að kaupa og hversu mikið verður þá vinnutapið?
Eða svefnleysið ef þú hefur aðeins tíma um miðjar nætur?  Sé þarna fram á verulegan aukakostnað við eldsneytiskaupin - en var reyndar aðeins að forvitnast um hvað þau sjálf myndu kosta bíleigandann.

Kolbrún Hilmars, 29.4.2017 kl. 14:37

18 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hefir engin opnað upp harða diskinn sinn. Bíar allmennt þurfa fyllingu æa 400 ti 70 km fresti og hvað eru margar bensínstöðvar til að þjóna þeim. Einhver reiknis haus horfið á dæmið.

Rafmagnsbíll það ef hann ekur um landið þarf að hlaða á 200 km fresti og segjum að 5000 bílar þurfi hleðslu sem tekur 3 til 8 klukkutíma.

Er ekki augljóst að það verða að vera 5000 tengingar cirka í Vík í Mýrdal eða að staðarskála í Hrútafirði. og gisting fyrir einhver þúsund, eina máltíð á mann. Gleymum þessu nema sem borgarbíl eða Tvinn bíl.,

Ég meina.....og ég tala nú ekki um ef þetta er erlendis. Trump mun lækka verð bæði á Bensín og Dísel innan fárra ára. Alaska olían mun flæða yfir öll bandaríkin ásamt Japans 

Valdimar Samúelsson, 29.4.2017 kl. 14:40

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er einfaldlega ekki verið að selja rafbíla til að vera í stöðugum akstri á milli landshluta, enda eru langfæstir í slíkum akstri.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 14:41

20 identicon

Ein létt spurning, hvað verður mikil mengurn til við förgun á rafhlöðunum?

Ef ég hef skilið rétt þá er BMW i3 úr karbonfíber eða kolefnisþráðum, er það ekki bara einn umhverfissóðaskapurinn í viðbót eins og öll plast og pappamálin?

Alfreð Dan Þórarinsson (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 14:44

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafaflið til að skila mér á rafreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur í ágúst 2015 kostaði 115 krónur. 

Rafbíll eyðir ca 10 sinnum meira. Ætli þetta kosti ekki um 1100 krónur á slíkum bíl. 

Ómar Ragnarsson, 29.4.2017 kl. 14:49

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hversu mikil mengun er af förgun á rafgeymum og öllu öðru í bensínbílum, svo og af daglegum útblæstri þeirra í borgum og bæjum?!

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 14:56

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, kr.1100 fyrir 600 km til Akureyrar?  Minn núverandi bíll (diesel) eyðir uþb 19 lítrum; eða um kr.3700.  Á móti sparast veitingakostnaður fyrir farþega og ökumann.  Hvað kostar annars kaffibollinn hjá N1?

Kolbrún Hilmars, 29.4.2017 kl. 15:06

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi."

Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.

Raforkukostnaðurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar er því að lágmarki 776 krónur.

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 15:07

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir ná því greinilega engan veginn að ekki er verið að selja rafbíla til að vera í stöðugum akstri á milli landshluta, enda eru langfæstir í slíkum akstri.

Að sjálfsögðu er verið að reisa hleðslustöðvar fyrir rafbíla víða hér á Íslandi fyrst og fremst fyrir akstur á viðkomandi stað en ekki á milli landshluta, rétt eins og bensínstöðvar.

Þar að auki eru tveir bílar á flestum heimilum.

11.4.2017:

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 15:25

26 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott dæmi hjá Kolbrúnu og kannski 4 til 5 farþegar. Ég hafði ekki hugsað út þí það. Hvað segir Steini. auðvita passar þetta fyrir suma og sérstaklega í bæjar akstri.Mann koma samt til með að verða rafmagnslausir og þá bara verður góður busness hjá Vöku og þeim köllum. Ég var eindar búinn að hugsa þetta út ef það yrði skilda að nota rafmagns bila en hvað veit maður þegar umhverfisráðherrar eru að gróðurhúsa kynslóðinni. Ég kaupi mér 2ja til 3ja kílóvatta dísel rafstöð á hjólum og keyr hana á grænni dísel olíu. 

Valdimar Samúelsson, 29.4.2017 kl. 15:31

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir ná því greinilega engan veginn að ekki er verið að selja rafbíla til að vera í stöðugum akstri á milli landshluta, enda eru langfæstir í slíkum akstri.

Að sjálfsögðu er verið að reisa hleðslustöðvar fyrir rafbíla víða hér á Íslandi fyrst og fremst fyrir akstur á viðkomandi stað en ekki á milli landshluta, rétt eins og bensínstöðvar.

Þar að auki eru tveir bílar á flestum heimilum.

"Við erum að keyra þrjátíu til fjörutíu kíló­metra að jafnaði á dag og þá þurf­um við ekk­ert að stinga sendibílnum í hleðslu nema yfir nótt­ina.

Við höf­um verið með veisl­ur í Varma­hlíð og get­um farið á bílnum þangað."

"Rekstr­ar­kostnaður­inn er nær eng­inn og bif­reiðagjöld­in ­um sex þúsund krón­ur á ári.

Maður finn­ur helst að drægn­in minnki þegar frostið fer í tíu stig."

Veitingaþjónusta á Sauðárkróki keypti rafsendibíl fyrir tveimur árum án þess að prófa bílinn fyrst en hann hefur reynst vel

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 15:41

28 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Steini við skiljum þig vel en hleðslustöðvar eru ekkert bara heldur þurfa menn á Rafbílum að stoppa 2 til 3 sinnum oftar fyrir vegalengd venjulegra bíla. Tökum dæmið að það yrðu 5000 rafbílar á landsvísu í gangi þá höfum við minnst 15000 opp 35.000 hleðslutíma. Wake up man. 10 til 20 þúsund máltíðir.  

Er virkilega engin eins vitlaus og ég að sjá þetta.

Valdimar Samúelsson, 29.4.2017 kl. 16:10

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini #27  Það eru engin rök að "það...eru tveir bílar á flestum heimilum" því ég býst við að þú eigir þá við einn rafbíl og annan diesel/bensín. Það er auðvitað fínt þegar fólk hefur efni á því að kosta rekstur á tveimur bílum, en til þess að sannfæra okkur hin (einsbílsfólkið) þarf að leggja fram alvörurök svo við getum valið raunhæfan kost.
 
 

Kolbrún Hilmars, 29.4.2017 kl. 16:18

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Og hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru settar upp á fjölmörgum heimilum.

1.4.2017:

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þ
essir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur."

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 16:31

31 identicon

Valdi Sam virðist ganga út frá því að jarðefnaeldsneyti verði á boðstólum um aldir og ævi. Ignorant og rugludallur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 17:00

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einn bíll á hvern Íslending á öllum aldri og fjölmargir nota einkabíl eingöngu einu sinni eða í örfá skipti á ári til að aka í aðra landshluta, til að mynda í sumarfríum.

Á fjölmörgum íslenskum heimilum er því fleiri en einn einkabíll.

Og það sem hægt er að gera í Noregi í þessum efnum er einnig hægt hér á Íslandi.

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla verða hér í öllum bæjum og þorpum, til að mynda á bensínstöðvum, og á fjölmörgum heimilum, í bílageymslum og á vinnustöðum.

Hins vegar verða ekki margar bensínstöðvar á öllum þessum stöðum.

Og fleiri en ein hleðslustöð þar sem þörf er á því.

11.4.2017:

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

Þorsteinn Briem, 29.4.2017 kl. 17:36

33 identicon

"Jarðefnaeldsneyti", eða eitthvað sambærilegt, verður á boðstólum um aldir og ævi. Það þarf ekki að koma úr borholum. Það má rækta það á auðveldan hátt og ódýran og með minni mengun en raforka er framleidd með á flestum stöðum á jörðinni. Við Íslendingar njótum vissrar sérstöðu í rafmagnsmálum sem flestar aðrar þjóðir og megnið af mannkyni búa ekki við. Sérstaða okkar mun ekki ráða þróun í orkumálum heimsins. Fyrir stærstu þjóðir jarðar er rafmagnsbíllinn engin framför og dregur ekki úr mengun. Rafmagnsframleiðsla þar er mengandi. Stærsti kostur, og helsti tilgangur, rafmagnsbíla þar er að færa mengunina út úr borgunum.

Gústi (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 17:38

34 identicon

"Jarðefnaeldsneyti", eða eitthvað sambærilegt, verður á boðstólum um aldir og ævi. Það þarf ekki að koma úr borholum. Það má rækta það á auðveldan hátt og ódýran og með minni mengun en raforka er framleidd með á flestum stöðum á jörðinni. Við Íslendingar njótum vissrar sérstöðu í rafmagnsmálum sem flestar aðrar þjóðir og megnið af mannkyni búa ekki við. Sérstaða okkar mun ekki ráða þróun í orkumálum heimsins. Fyrir stærstu þjóðir jarðar er rafmagnsbíllinn engin framför og dregur ekki úr mengun. Rafmagnsframleiðsla þar er mengandi. Stærsti kostur, og helsti tilgangur, rafmagnsbíla þar er að færa mengunina út úr borgunum.

Gústi (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 17:38

35 identicon

https://www.youtube.com/watch?v=DhYL6gPWT2E

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2017 kl. 18:30

36 identicon

Kolbrún nr 29.  Við hjónin höfum efni á tveimur bílum, þ.e.a.s. við verðum að hafa tvo bíla vegna vinnu okkar.  Lítill jeppi og smábíll.  Var mjög freystandi að kaupa rafbíl fyrir konuna, - en þá vantar hleðslustöð.  Við búuð í nýlegri blokk, en í bílakjallaranum en ekki gert ráð fyrir þessari framtíð.  Hvenær verður þetta raunhæfur kostur fyrir venjulegt fólk?

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 00:58

37 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hörður, einmitt. Að hafa ekki öruggan hleðslumöguleika heima fyrir rafbíla er frágangssök.  Heimilin eru semsagt ekki undirbúin fyrir þessi orkuskipti.  Auk þess er virðisaukaskattur af raforku til heimila 24%, sá sami og fyrir bensín og diesel.  Engin gulrót þar heldur.

Kolbrún Hilmars, 30.4.2017 kl. 14:35

38 identicon

 venjulegt fólk hringir bara i rafvirkja og lætur hann setja innstungu.það gerði ég firrir minn rafbil

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 02:38

39 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Lausnin er rafmagnshraðlest yfir hálendið til Akureyrar, og síðan áfram til Egilsstaða, það er framtíðin og myndi spara orku og stórminnka útblástur á landi og í lofti. Ísland er fyrir fólkið og athafnir þess.   

Stefán Þ Ingólfsson, 2.5.2017 kl. 11:08

40 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helgi #38 - hvar býrð þú?  Veistu ekki að tugþúsundir hér í borg búa þar sem ekki aðeins þarf innstungu heldur líka "hund" yfir fjölfarnar gangstéttir út á bílastæði við götur - þar sem ekki einu sinni er hægt að ganga að bílastæðinu sjálfu vísu?

Kolbrún Hilmars, 2.5.2017 kl. 13:34

41 identicon

Kolbrun ég var að svara  venjulegum manni með bílakjallara

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.5.2017 kl. 21:39

42 identicon

Kolbrun ég bý ekki a Íslandi sem betur fer spáðu i þessu fyrirtækja eigendur réðu fólk til þess að reka fyrirtækið firrir sig svo eftir dálitin tíma  ákváðu stjórnendur fyrirtækisins að selja sumum viðskiptavinum fyrirtækisins afurðir þess miklu ódýrara en eigendunum sjálfum.Væri ekki eðlilegt að segja þeim að taka pokann sinn

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 02:18

43 identicon

Og til að bæta gráu ofan a svart er það leyndarmál hvað sumir viðskiptavinirnir borga firrir afurðina eigendur fyrirtækisins mega als ekki vita.þvílík svívirða

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.5.2017 kl. 05:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband