Undirliggjandi viðleitni til að koma sér hjá aðgerðum?

Það er búið að tala um "tafarlausar aðgerðir til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi" í nokkur ár án þess að það mál sé komið lengra en raun ber vitni. 

Erfitt er um vik vegna flugumferðar, enda hefur Ísland sérstöðu meðal þjóða hvað það varðar að vera eyland langt úti í hafi og hvað umferð fólks varðar alveg háð flugi. 

Í gangi er viðleitni hjá mörgum til þess að andæfa rafvæðingu bílaflotans, og bent á aðra vænlegri kosti, endurheimt votlendis eða samdrátt í flugi. 

Jafnvel eru hafðar í frammi slíkar reikningskúnstir að aðgerðir varðandi landsamgöngur skili nánast engu.

Þó má sjá í öðrum löndum að á því sviði er lögð einna mest á hundraða milljóna bílafloti jarðarbúa.  

Hvað flugið varðar, sem samgönguráðherra lagði áherslu á í dag, má spyrja, hvort þeir erlendu ferðamenn, sem koma til landsins og sækjast eftir að upplifa einstæða eldfjallanáttúru, myndu ekki fljúga telja sig þurfa að fljúga margfalt lengra, alla leið til Yellowstone, Hawai, Galapagos eða Nýja Sjálands. 

Eða hvort það sé gerlegt eða ráðlegt að draga úr tekjum af ferðaþjónustu og draga stórlega úr utanlandsferðum og viðskiptum við útlönd sem eru nauðsynleg fyrir menntun, verslun og arðsöm samskipti. 

Sérfræðingar í skógrækt og landgræðslu benda á að mikið skorti á að búið sé að rannsaka nægilega árangur af endurheimt votlendis eða landgræðslu og skógrækt. 

Hins vegar liggja mun betri útreikningar fyrir um umbætur á bílaflotanum en á flestum öðrum sviðum, útfærslan liggur fyrir og í fáum löndum heims eru aðstæður eins sláandi góðar til nýtingar á okkar eigin orku, að mestu leyti endurnýjanlegri og hreinni. 

Núna er talað um það sama og fyrir þremur árum, að hægt verði að aka hringinn á rafbíl eftir næstu áramót. 

 


mbl.is „Óumdeilt að endurheimt votlendis gagnast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.

Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar
, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.

Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.

Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.

Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.

Þorsteinn Briem, 5.5.2017 kl. 19:31

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi):

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 5.5.2017 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband