Þrjú ár síðan síðast. Geta þeir enga fossa látið í friði?

Fyrir þremur árum munaði nokkrum atkvæðum að eilífðarstjórn Framsóknarmanna í Rangárþingi eystra félli í byggðakosnginum þegar til sögu kom þverpólitískt framboð umhverfisverndarfólks sem snerist gegn hugmyndum sveitarstjórnar um stærðar hótel beint fyrir framan Skógafoss. 

Þótt ég eigi ekki atkvæðisrétt þarna lagði ég þessu andófi lið með því að koma á opinn fund hjá þessu nýja og sjálfsprottna afli, því að umgengni og meðferð á náttúruperlum í landi sveitarfélagsins er ekki einkamál þess og heldur ekki einkamál Íslendinga, heldur spurning um landvörslu náttúruverðmæta fyrir allt mannkyn.

Í hótelmálinu við Skóga var eins og meirihluti hins eilífa Framsóknarmeirihluta fengi í hnén við að standa frammi ríkum og frægum eiganda hins fyrirhugaða hótels.

Ekki veit ég frammi fyrir hverjum þessi meirihluti fær núna í hnén, en vegalengdin til Seljalandsfoss frá því stæði þjónustumiðstöðvar sem tillaga c gerir ráð fyrir hjá andófsfólki, virðist álíka mikil og frá þjónustumiðstöð sem á að vera í forgrunni útsýnis til fossins frá öllu því svæði, sem sést til hans.

Sú verður hins vegar ekki raunin ef miðstöðin verður sunnan við Brekkuhornið.  


mbl.is Enginn óskapnaður leyfður við fossinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ofbeldi gegn náttúrunni! Förum aftur í andófsgírinn Ómar. Hnén á Ísólfi Gylfa eru ekki það hátt frá jörðu, að hann ætti að ná jarðssambandi við grasrótina, ef hann setur upp sólgleraugun til varnar peningaglýjunni.cool

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 7.5.2017 kl. 21:45

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hreyfingin, sem spratt upp þegar Skógafossmálið var á dagskrá, var eitthvað alveg nýtt, sem kom gleðilega á óvart.

Þetta hefur aftur gerst núna og ber að ber að hlúa að slíkri meðvitund en hafa samt í huga, að hún er ofar því að láta nokkurn gjalda þess, sem ekkert okkar ræður við, en það er hvaða líkamlegri íbúð okkur var úthlutað við fæðingu án þess að við fengjum nokkru um það ráðið.

Meirihlutinn sá að sér í Skógafossmálinu og hjálpum honum til að ná einnig áttum í þessu máli.  

Ómar Ragnarsson, 8.5.2017 kl. 08:09

3 identicon

Já einmitt, en þarf "meirhlutinn" alltaf að byrgja fossa eins og hann búi í líkamlegri penthouse?

Öreigur í Hruna (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband