Afneituninni linnir ekki, því miður.

Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra við fordæmalausar aðstæður, sem voru engan veginn honum að kenna, heldur eingöngu röðum mistaka þáverandi forsætisráðherra og formanns flokksins, sem fór til dæmis svo harkalega á bak við þingflokk sinn og samstarfsflokkinn í ríkisstjórn í sneypuför sinni til Bessastaða eftir að hafa birst heimsbyggðinni í sjónvarpi á dæmalausan hátt, að sumir þingmenn voru gráti nær þennan einstæða dag.

Enda engin furða, því að mistökin voru þeim mun grátlegri sem þessi forystumaður flokkins hafði leitt hann til stærsta og glæsilegasta kosningasigurs hans fjóra áratugi. 

Svo illa var málum komið, að þáverandi forseti íhugaði opinberlega að hætta við að hætta í starfi og bjóða sig fram til enn eins endurkjörsins. 

En Sigurður Ingi kom flestum á óvart með fumlausri og traustvekjandi framkomu við að bjarga því sem bjargað yrði og leiða þjóðina og þingið farsællega til haustkosninga af lagni og festu. 

Í fyrstu sjónvarpskappræðu forystumanna stjórnmálaflokkanna um haustið dundi hins vegar yfir óvænt áfall, þegar í ljós kom að SDG ætlaði að leiða flokkinn til kosninga með því að hnykkja á afneitun sinni varðandi það sem úrskeiðis hafði farið í apríl. 

Hann hélt því meira að segja blákalt fram að þeir staðir í Karíbahafinu, sem illræmdir voru víða um heim sem skattaskjól, væri alls ekki skattaskjól, heldur með heivirðustu og virtustu fyrirbærum á byggðu bóli. 

Þetta áfall varð til þess að felmtri slegnir Framsóknarmenn sáu ekki aðra lausn en að Sigurður Ingi tæki við forystunni í flokknum. 

Því miður er nauðsynlegt að rifja þessa atburðarás síðasta árs upp, þegar menn fara nú enn og aftur af stað í fullkomnri afneitun á því, sem olli fylgishrunini Framsóknarflokksins í fyrra. 


mbl.is Vill kjósa um nýja forystu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki þessa aðdáun norðanmanna, Þingeyinga og Eyfirðinga á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigmundur er Reykjavíkur dekurbarn sem hefur aldrei dýft hendinni í kalt vatn, nær ómenntaður því latur og slakur námsmaður og varð Íslandi til skammar í viðtalinu fræga við Sven Bergman í ráðherrabústaðnum þann 11. mars 2016. Hefur verið staðinn að því að fela peninga á reikningum erlendis sem er ekkert annað en þjófnaður. Fetaði þar í fótspor föðurs síns sem varð moldríkur í innherjaviðskiptum eins og allir vita. Wake up!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2017 kl. 10:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lofum Sigmundi Davíð að njóta sannmælis um það sem hann hefur gert jákvætt. Hann vann gott og þarft verk með því að kynna sér skipulagsmál í erlendum borgum og miðla því í íslenskum fjölmiðlum á þann hátt að varð til mikils gagns í þeim málum. 

Mér varð ljóst í Noregsferð 2005 að staðarval aðalsjúkrahúss Íslands væri óheppilegt og Sigmundur Davíð hristi aðeins upp í því máli, þótt seint væri. 

Hann tók virkan þátt í andófinu gefn fyrri Icesave-samningnum, en samkvæmt honum átti hver íslenskur skattgreiðandi að borga 25 sinnum meira heldur en skattgreiðendur í Bretlandi. 

Þetta var afar ósanngjarnt og á þessum tíma þegar við vorum í óbærilegri samningsstöðu gagnvart öllum helstu nágrannaþjóðum okkar var mjög dýrmætt að vinna tíma til þess að kynna stöðu okkar og koma málinu í betri farveg. 

Ómar Ragnarsson, 10.5.2017 kl. 11:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hann vann gott og þarft verk með því að kynna sér skipulagsmál í erlendum borgum og miðla því í íslenskum fjölmiðlum á þann hátt að varð til mikils gagns í þeim málum."

Teldu nú upp hvað hefur orðið til mikils gagns í þeim málum, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 10.5.2017 kl. 12:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var meðal öflugustu manna, sem ollu straumhvörfum í hugsun okkar varðandi skipulag og byggingar í Reykjavík þegar hann kom heim með fjölmargar myndir og gögn um reynslu annarra þjóða varðandi slík mál og sýndi þær og útskýrði í sjónvarpi."

Sigmundur Davíð var ekki einu sinni fæddur þegar Torfusamtökin voru stofnuð.

Þorsteinn Bergsson
, framkvæmdastjóri Minjaverndar og náfrændi minn, hefur hins vegar haft mikil áhrif í þessum efnum.

Steini Briem, 22.7.2015

Þorsteinn Briem, 10.5.2017 kl. 12:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mér varð ljóst í Noregsferð 2005 að staðarval aðalsjúkrahúss Íslands væri óheppilegt og Sigmundur Davíð hristi aðeins upp í því máli, þótt seint væri."

S
umir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.

En sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst hins vegar allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Steini Briem, 16.8.2015

Þorsteinn Briem, 10.5.2017 kl. 12:30

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldinn allur af gömlum húsum hefur verið gerður upp og er verið að gera upp í miðbæ Reykjavíkur án atbeina Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, til að mynda við Aðalstræti, Hafnarstræti, Austurstræti, Kirkjustræti, Lækjargötu, Skólavörðustíg, Laugaveg og Hverfisgötu.

En menn njóta þess nú ekki mikið að skoða þessi uppgerðu hús akandi framhjá þeim til að kanna hvort þeir sjá þar einhverja sem þeir þekkja, þegar menn eiga að hafa augun á götunni.

Hins vegar er sjálfsagt að reisa gosbrunn í Tjörninni í líki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þar sem hann pissar út í loftið í samkeppni við brunnmíginn í Brussel, Manneken Pis.

Og Ómar Ragnarsson er áreiðanlega tilbúinn að kosta smíði og rekstur þessarar afsteypu átrúnaðargoðsins.

Steini Briem, 22.7.2015

Þorsteinn Briem, 10.5.2017 kl. 12:37

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson var búinn að vera forsætisráðherra hátt í fjóra mánuði:

25.7.2016:

"Framsóknarflokkurinn mælist með 8,3%."

Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar 7. apríl 2016

Framsóknarflokkurinn fékk 11,5% atkvæða í alþingiskosningunum í haust og fylgi flokksins hefur ekki verið minna í alþingiskosningum í hundrað ára sögu hans.

Hvaða flokkar mynduðu svo ríkisstjórn eftir kosningarnar í haust og hverjir höfðu engan áhuga á að mynda ríkistjórn með Framsóknarflokknum?!

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur því ekkert gert fyrir Framsóknarflokkinn.

Og heldur uppi sama ruglinu um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem skilar heldur ekki nokkrum árangri fyrir flokkinn.

8.10.2015:

"Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og flug­vall­ar­vin­ir fengju 4,4% at­kvæða sam­kvæmt könn­un­inni sem unn­in er af Gallup fyr­ir Viðskipta­blaðið."

Samfylkingin, Björt framtíð og Vinstri grænir fengu meirihluta borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum, árið 2014.

Samfylkingin bætti við sig tveimur mönnum og minna en 1% munaði á sjötta manni Samfylkingarinnar og öðrum manni Framsóknar og flugvallarvina.

Þorsteinn Briem, 10.5.2017 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband