Eru Frakkar á íslenskri leið "sameiningar vinstri manna"?

Sósíalistar hafa löngu verið sterkt stjórnmálaafl í Frakklandi, ýmist til góðs eða ekki,  eins og gengur á langri vegferð frá upplausninni bæði fyrir og eftir stríð til daga Mitterands og Hollands. 

"Flokkur franskra sósíalista" hefur heitið sama nafni frá 1969 og ekki verið feiminn við hugtakið sósíalisma líkt og Íslendingar hafa verið frá því að sósíalistafélögin íslensku hurfu endanlega um svipað leyti og hinn núverandi franski sósíalistaflokkur var stofnaður.

Frá 1969 hefur verið svipuð vegferð í gangi hér á landi og hófst 1938 með stofnun Sameiningarflokks alþýðu - sósíalistaflokksins 1938, Alþýðubandalagsins 1956, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1970, Bandalags jafnaðarmanna 1983, Þjóðvaka 1994, Samfylkingarinnar 1999, Vinstri grænna 1999 og Bjartrar framtíðar nú síðast.

Meira að segja hafa margir skilgreint Pírata sem vinstri flokk. 

 

Í öll skiptin hefur tilgangurinn verið að "sameina vinstri menn" og síðan 1956 helst alls ekki þannig að orðið "sósíal" sjáist í heiti viðkomandi flokks.

Niðurstaðan hefur samt orðið sú, að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur(áður Íhaldsflokkur) hafa, annað hvort báðir saman eða annar þeirra í senn, verið í ríkisstjórn nær samfellt síðustu tæp 100 ár. 

Það var ekki fyrr en árið 2009 að hvorki Sjallar né Framsókn voru í stjórn, og það ástand varði aðeins í fjögur ár. 

Nú lítur út fyrir að Frakkar séu með hruni Sósíalistaflokksins þar í landi að fara inn á svipaða braut við að "sameina vinstri menn" eins og reynd hefur verið hér á landi árangurslaust í átta áratugi. 

Það er sáralítil en nokkur von til þess að stofnun fyrsta flokksins hér á landi í meira en 60 ár, sem ber heitið Sósíalistaflokkur, muni neinu breyta um "sameiningu vinstri manna." 


mbl.is Sósíalistaflokkurinn kominn að fótum fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband