Bestu vinir okkar séu sem fremst í röðinni.

Engin nágrannaþjóð okkar á jafn miklar taugar í okkur eða hefur reynst okkur betur en Færeyingar. 

Viðbrögð þeirra í Hruninu munu vonandi aldrei gleymast. 

Þess vegna liggur við að þegar nýr forseti tók við hefði hann fyrst átt að sækja Færeyinga heim. 

En það er að vísu hefði fyrir því að fyrstir séu þær tvær þjóðir, sem við höfum í sögu okkar deilt þjóðhöfðingjum með, Danir og Norðmenn. 

Og það er fagnaðarefni að okkar nýi og góði forseti heimsæki nú Færeyinga og sýni þeim sóma og það þakklæti, sem þeir eiga skilið. 


mbl.is Forsetahjónin til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband