Viðfangsefni ráðstefnu í Berkerley háskóla.

2. júní verður haldin ráðstefna í Berkerley háskóla í Kaliforníu þar sem valinkunnir sérfræðingar í lögum, sögu og stjórnmálafræði fjalla um tvíþætt viðfangsefni:  

1. Aðdragandi og gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands.  

2. Það, að þing okkar hefur stöðvað stjórnarskrármálið svo algerlega, að ekki bólar á svo miklu sem einni nýrri stjórnarskrárgrein. 

Hvort tveggja, gerð stjórnarskrárinnar 2009-2011 og atburðarásin 2011-2017  þykir afar óvenjulegt og merkilegt, ekki síst það síðara vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem Alþingi hefur haft að engu. 

Ekki er vitað fyrirfram hvort á ráðstefnunni verði farið yfir stjórnarskrármál Íslendinga allt frá 1849, þegar gerð var ný stjórnarskrá fyrir Danmörku, þar sem fyrstu 30 greinarnar voru til þess að friðþægja dönskum konungi og staðið var í framhaldinu að kosningu íslensks stjórnlagaþings (Þjóðfundarins) til þess að Íslendingar sjálfur settu sér nýja stjórnarskrá. 

Fulltrúi konungs kom í veg fyrir það og síðan hafa liðið 166 ár þar sem þetta sama hefur verið stöðvað í raun aftur og aftur, að Íslendingar sjálfir gerðu sína eigin stjórnarskrá frá grunni.

Því að núverandi stjórnarskrá er í grunninn sú sama og sú danska 1849, meðal annars fyrstu 30 greinarnar að því einu undanskildu, að forseti er settur inn í staðinn fyrir konung og ákvæði um að á Íslandi sé þingbundið lýðveldi.

En Danir köstuðu sams konar stjórnarskrá 1955 og gerðu nýja.  

Sagan frá 1849 gæti orðið tilefni til jafnvel enn meiri undrunar og heilabrota hjá bandarískum fræðimönnum en atburðarásin frá 2009 til þessa dags. 


mbl.is „Ég er búin að fá nóg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessari "ráðgjöf" var hafnað, m.a.s. af hinni hreinu og tæru vinstristjórn. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2017 kl. 10:22

2 identicon

„Ráðgefandi“ er villandi ef ekki rangt. Þetta heitir á mörgum tungumálum „plebiszit“ (úr latnesku, plebiscitum, fólks-ákvörðun) og Alþingi ber að virða plebiszit. Ef það er ekki gert er það „Armutszeugnis“ og þjóðinni til skammar. En við erum enn að upplifa það að lýðræðsvitund innbyggja er ekki upp á marga fiska, ekki síst rauðhálsa landsbyggðarinnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 10:49

3 identicon

3. júní verður haldin ráðstefna í Berkerley háskóla í Kaliforníu þar sem ónefndir fræðimenn fjalla um tvíþætt viðfangsefni:    

Part 1: The future of democracy.  How can democracy best adapt to society’s current and future needs?

Part 2: Modern constitution making. Here we will focus on constitutions as a societal change tool, including Iceland’s proposed new constitution. What should be done with Iceland’s proposed new constitution? If the proposal is abandoned, what ideas from Part 1 should Iceland consider adopting?

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 11:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutinn ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:17

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá árinu 1944 til 2010 voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi, ekki einu sinni um aðild Íslands að NATO eða Evrópska efnahagssvæðinu, en frá árinu 1908 til 1944 voru hér sex þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í kosningum greiða menn atkvæði samkvæmt því hvað þeim finnst um viðkomandi mál.

Og þeir geta skilað auðu ef þeir vilja.

Hvað þeim finnst í einhverri umræðu um málið er hins vegar ekki kosningar.

Og meirihluti kjósenda ræður í kosningum en ekki þeir sem heima sitja.

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert ólöglegt við þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur Stjórnlagaráðs 20. október 2012.

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:32

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

sögðu 67,5%.

2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

sögðu 82,9%.

3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

sögðu 57,1%.

4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

sögðu 78,4%.

5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

sögðu 66,5%.

6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

sögðu 73,3%."

Þorsteinn Briem, 17.5.2017 kl. 11:35

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lágmarksþátttaka er óréttlát, því að hún þýðir að annar af tveimur hópum, getur eyðilagt atkvæðagreiðslu með aðgerðarleysi ("að sitja heima") á meðan hinn hópurinn verður að hafa fyrir því að fara á kjörstað. 

Þar að auki er rangt að gefa sér það, eins og ýmsir gera,  að þeir sem ekki taka þátt, séu allir einnar skoðunar. Um það liggja ekki fyrir nein gögn. 

Það eina sem liggur fyrir í slíku tilfelli er, að þeir, sem ekki fara á kjörstað, ákveða með hjásetu sinni að fela þeim, sem taka þátt, að taka ákvörðun í málinu. 

Auðvitað eiga niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu að vera bindandi og það var hlálegt að sjá marga þá, sem vilja hafa úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 um íslensku stjórnarskrána að engu, fagna niðurstöðu tvísýnnar Brexit-atkvæðagreiðslu.  

Ómar Ragnarsson, 17.5.2017 kl. 12:17

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hver hleypti steina út?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2017 kl. 12:40

14 identicon

Það má þá hætta að rífast um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Kosið var 2001 og niðurstaðan var að Reykjavíkurflugvöllur færi eftir 2016.

Ómar ætti nú að stíga fram og gerast baráttumaður fyrir því að farið sé eftir þeirri kosningu. Ég vill sjá hann á Austurvelli með skilti sem segir "Burt með Reykjavíkurflugvöll".

Gústi (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 12:46

15 identicon

Það má þá hætta að rífast um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Kosið var 2001 og niðurstaðan var að Reykjavíkurflugvöllur færi eftir 2016.

Ómar ætti nú að stíga fram og gerast baráttumaður fyrir því að farið sé eftir þeirri kosningu. Ég vill sjá hann á Austurvelli með skilti sem segir "Burt með Reykjavíkurflugvöll".

Gústi (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 12:46

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður, Gústi :) 

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2017 kl. 13:42

17 identicon

Bull hjá Gústa og Gunna. Atkvæðagreiðslan um tillögur Stjórnlagaráðs í október 2012 var þjóðaratkvæðgreiðsla, atkvæðagreiðslan um flugvöllin hinsvegar lokal, aðeins fyrir Reykvíkinga. Flugvöllurinn er hinsvegar flugvöllur allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búa út á landi sem eru mjög háðir innanlandsfluginu. Flestir Reykvíkingar fljúga aldrei innanlands. Þeir fljúga frá KEF til útlanda, í frí eða innkaupaferðir. Innanlandsflugið kemur því Reykvíkingum lítið eða ekkert við.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 14:35

18 identicon

Reykjavíkurflugvöllur er Reykjavíkurflugvöllur en ekki Flugvöllur Allra Landsmanna. Notkun og hve háðir einhverjir eru skiptir engu máli. Reykvíkingar ráða örlögum Reykjavíkurflugvallar. Þannig eru lögin.

Atkvæðagreiðslan um tillögur Stjórnlagaráðs var þjóðaratkvæðagreiðsla. Samt fengu ekki allir að taka þátt. 14 ára máttu sitja heima meðan 80 ára gátu kosið. En augljóst er að niðurstaðan hefði meiri áhrif á allt líf þess 14 ára en þess 80 ára. Þannig eru lögin.

Gústi (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 17:40

19 identicon

Reykjavíkurflugvöllur er Reykjavíkurflugvöllur en ekki Flugvöllur Allra Landsmanna. Notkun og hve háðir einhverjir eru skiptir engu máli. Reykvíkingar ráða örlögum Reykjavíkurflugvallar. Þannig eru lögin.

Atkvæðagreiðslan um tillögur Stjórnlagaráðs var þjóðaratkvæðagreiðsla. Samt fengu ekki allir að taka þátt. 14 ára máttu sitja heima meðan 80 ára gátu kosið. En augljóst er að niðurstaðan hefði meiri áhrif á allt líf þess 14 ára en þess 80 ára. Þannig eru lögin.

Gústi (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband