Sjeriffinn og æstur múgurinn, - sígild saga.

Þegar vestrarnir svonefndu voru upp á sitt besta í kvikmyndahúsum um miðja síðustu öld, fjölluðu margir þeirra um réttsýnan og samviskusaman "sjeriff" í villta vestrinu, sem barðist við æstan hóp fólks í þorpinu, sem vildi láta taka fanga af lífi án dóms og laga. 

Þessi saga er sígild, sagan af því að allir eigi rétt á því að hljóta sanngjarna og mannúðlega málsmeðferð, og að afsökunin "þetta eru engir kórdrengir" er ekki gild í þeim efnum. 

Eitt stærsta íslenska dæmið fólst í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, og enn er það spurnoing, hvort þau mál verði nokkurn tíma afgreidd til hlítar eins og vert væri. 

Síðan geta hliðstæð mál verið af margvíslegum toga en um þau öll gildir þó hið sama: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga kröfu á sanngjarnri, vandaðri og réttlátri málsmeðferð. 

Í kristnu samfélagi er hollt að hafa orð Krists í huga: "Dæmið ekki, því að þér munið sjálfir dæmdir verða." 

Annars búum við ekki í réttarríki. 


mbl.is Íslenska ríkið braut gegn Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Briem

Kátir hann á krossinn fest,
kaldan fundum súginn,
áttum vondan æðsta prest,
og ennþá verri múginn.

Steini Briem, 18.5.2017 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband