Minnir á óttann við lampatæki Sovétmanna.

Á ákveðnum kafla Kalda stríðsins greip um sig ótti hjá bandarískum hernaðaryfirvöldum vegna þess, að tölvuvæðing bandaríska hersins hafði gert það að verkum að hin stafrænu kerfi hersins gætu verið afar viðkvæm fyrir árásum, þótt ekki væri nema af völdum svonefnds seguhöggs/bylgju (magnetic pulse) sem kjarnorkusprengingar gætu valdið. 

Á hinn bóginn væru Sovétmenn enn með svo mikið af lampatækjum, að þau gætu staðist áföll og árásir sem tölubúnaðurinn vestanmegin gæti ekki. 

Eftir því öll starfsemi nútíma alþjóðasamfélags verður þróaðri, flóknari og jafnframt viðkvæmari á ýmsaa lund, eykst hættan á því að áföll eða árásir geti valdið stórfelldari og víðfeðmara tjóni en dæmi eru um áður. 

Fréttir af hugsanlegum árásum og áföllum dynja nú hver af annari dag eftir dag í fjölmiðlum og boða því miður nýja tíma ef hrakspár rætast, þótt ekki væri nema bara sumar þeirra. 


mbl.is Óttast stafræn spellvirki á innviðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband