Ekki unglingavandamál, heldur foreldravandamál?

Fyrir rúmum áratug var brotist inn í tvo bíla fyrir utan blokkina, sem ég bjó ţá í um klukkan fjögur ađ morgni laugardags. Ţetta var í júní og ţví björt nótt. 

Ţetta voru ţrír unglingar og ţeim tókst ađ koma öđrum bílnum í gang og ţeysa burt á honum. 

Bíllinn fannst síđar gereyđilagđur viđ Hafnarfjörđ. Engar bćtur fyrir hann.

Niđurstađa lögreglunnar ţar: Algengasta orsök ţessa fyrirbćris: Foreldravandamál, - ekki unglingavandamál. Foreldrarnir farnir á helgarfylleríiđ, "skyldudjammmiđ" og drengirnir í reiđileysi á međan. 

Ţegar ég var nýfluttur í hverfiđ ţar sem ég bý nú, kom ég eitt sinn út ađ kvöldlagi og sá ţá ađ nokkrir unglingar höfđu hópast í kringum lítinn bíl, sem ég á, og var einn unglingurinn ađ hoppa uppi á ţaki hans, en hinir ađ taka sjálfur (selfies) af sér međ skemmdarverkiđ í baksýn. 

Unglingarnir hlupu allir í burtu ţegar ég reyndi ađ hafa hendur í hári ţeirra. 

Engar bćtur. Óupplýst mál. DSCN8459

Hugsanlega var ţetta sama gengiđ og hafđi fariđ inn í verslun, gengiđ berserksgang og rústađ hllum af glervarningi á metttíma, takandi sjálfur í leiđinni og síđan öll á bak og burt á örskotsstund. 

Fyrir viku kom ég ađ bíl mínum skemmdum eftir ţrjá unglinga sem höfđu veriđ međ lćti fyrir utan blokkina klukkan hálf fimm á laugardagsmorgni. DSCN8461

Hugsanlega hluti af genginu sem heldur vöku fyrir nágrönnum mínum á kvöldum og nóttum hinum megin í blokkinni. Prísa mig sćlan ađ eiga ekki heima ţeim megin.  

Nágranni minn, sem býr í blokk, gegnt bílastćđinu sagđi mér, ađ hann hefđi vaknađ viđ lćtin í drengjum sem fóru um međ međ háreysti, en hefđi ekki séđ fyrr en eftir birtingu um morguninn, ađ ţeir hefđu skemmt bílinn međ ţví ađ hoppa uppi á vélarhlífinni og brjóta framrúđuna. 

Ég hringdi á lögreglu en var sagt, ađ ég yrđi ađ koma niđur á stöđ og gefa skriflega skýrslu.

Vitandi um fleiri atvik sem lögreglan hefur ekkert sinnt hér í hverfinu lét ég ţađ vera.

Fannst, ađ ég hefđi annađ ţarfara ađ gera, og veit nú, ađ löggan hefur nóg ađ gera vegna svipađra mála annars stađar í borginni án ţess ađ nokkur árangur náist, ađ ţví er sagt er skilmerkilega frá í frétt um ţađ mál. 

Sá um áriđ á lögreglustöđ staflana af skýrslum vegna svipađra mála, sem ţar hrúgast upp. 

"Áfengisböliđ verđur ađ hafa sinn gang" var einhvern tíma sagt. "Skyldudjammiđ" verđur líka ađ hafa sinn gang, sem og  unglingavandamál, sem eru í raun foreldravandamál.

Sparnađur og ađhald í löggćslu hefur líka veriđ talinn brýnn svo ađ meiri velta sé í ţjóđfélaginu til "grćđa á daginn, grilla á kvöldin og "fara út á lífiđ og djamma á nćturnar."  

P. S.  Svefnstyggi nágranninn er til alls vís, ţví ađ hann sýndi frábćra rannsóknarlögregluhćfileika fyrir nokkrum árum. Ţá léku bensínţjófar lausum hala í hverfinu, en hann sá til ţeirra og heyrđi ađ vélin í bílnum, sem ţeir voru á, var 318 kúbika V-8 vél frá Chrysler-verksmiđjunum og bíllinn Dodge Magnum. 

Bílţjófarnir ţrćttu ţegar löggan greip ţá eftir tilvísan hins heyrnarnćma manns, en ţegar í ljós kom ađ ţađ var 318 kúbika V-8 Chrysler-vél í Dodge Magnum bílnum, féll ţeim allur ketill í eld, gáfust upp og játuđu!  

Ţessi nágranni minn reyndist hafa lengi veriđ međ gríđarlegan áhuga á amerísku bílvélum og bílum og kann margt annađ fyrir sér, sem getur komiđ sér vel!  

 


mbl.is Ganga berserksgang í Langholtshverfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

1970, foreldrarnir ófćddir og fáir kunnu ađ grilla.

Hábeinn (IP-tala skráđ) 20.5.2017 kl. 01:45

2 Smámynd: Sigurđur Andrés Jónsson

Ljott ađ heyra međ bilinn ţinn vinur minn,ekki gaman ađ svona (skemmdar)verkum vonandi fćst einhver til ađ laga ţetta fyrir ţig. En ekki falla i ţann pytt ađ kenna foreldrunum um svona hegđun sem ţessir drengir syndu af ser, ţađ er sa sem fremur skemmdarverkiđ sem er hinn seki aldrei neinn annar.

Sigurđur Andrés Jónsson, 20.5.2017 kl. 18:42

3 Smámynd: Már Elíson

Hefur ţú Sigurđur, aldrei heyrt um uppeldi..og/eđa uppeldisađferđir ? - Ţađ er alveg klárt mál ađ ţarna er á ferđinni foreldravandamál ţar sem ađ gerendur eru vanstilltir og jafnvel sjálfala. - Íslenskir unglingar eru agalausir, fá ađ komast upp međ allt og bannađ er ađ eiga tal viđ ţá eđa hvađ sem er öđruvísi en ađ viđkomandi verđi kćrđur "fyrir ađ hafa áreitt barn". - Ţetta er ađ verđa ógeđslegt ţjóđfélag í ţessum efnum og ţyrfti ađ taka harđar á unglingum. Jafnvel setja upp unglingadómstól međ viđeigandi hirtingu og samfélagsţjónustu til ađ aga ţennan skríl.

Már Elíson, 20.5.2017 kl. 20:52

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Unglingar og foreldrar ţeirra eru besta fólk. Ţađ er alltaf ţetta 1% sem hagar sér eins og fífl og í öllum sköpuđum hlutum.

Ragna Birgisdóttir, 21.5.2017 kl. 16:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband