Hef ekki séð hliðstæðu áður.

Snjóalög á hálendinu hafa ekki verið svona lítil í svo að ég muni. Hins vegar geta "klakabönd" verið þar sem jörð er auð, ef frost hafa komið á auða jörð í vetur. Ísland 22.5.17

Klakinn er minnstur ef snjóað hefur snemma og snjó hefur ekki tekið upp eftir það, því að snjórinn felur í sér einangrun. En veturinn var alveg einstaklega snjóléttur alveg fram í febrúar. 

Ef svellalög myndast í hlákum og frystir hressilega ofan í þau, getur orðið klakamyndun. 

Alveg er hugsanlegt að hægt verði að opna Sauðárflugvöll í þessari viku því að nú hafa komið tæplega þrjár vikur með hlýju dögum þar eystra. 

Helst er snjóalög að sjá á austanverðu hálendinu við Öskju, í kringum Snæfell og á Hraununum þar austur af. 

Ef völlurinn opnast núna, verður það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í maí, og hálfum mánuði fyrr en venjulega. 


mbl.is Að mestu laust úr klakaböndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á hálendinu valtar velli,
vorið heitt hjá ellismelli,
hlær að sínum hjartans vini,
honum Jóni Magnússyni.

Þorsteinn Briem, 23.5.2017 kl. 18:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!  Steini!  Grípur glatt 

til góðrar tilvitnunar hratt, -

viðeigandi þarfaþings,

vísu þjóðþekkts Austfirðings.   

Ómar Ragnarsson, 23.5.2017 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband