Hvað um aðstöðu til hvíldar og svefns?

Fyrir 40 bauð flugfélagið SAS blaðamönnum í hnattflug. Flogið var frá Kaupmannahöfn yfir Norðurpólinn til Alaska, síðan áfram og millilent á Filippseyjum, í Tælandi, á Indlandi, í Írak og Grikklandi áður en ferðinni var lokið í Kaupmannahöfn. 

Við fórum tveir, sjónvarpsmenn, þessa ferð, ég og Þórarinn Guðnason. Á Kastrup stóð þannig á, að það var hið mesta vesen að fara út úr flugstöðinni og koma þangað aftur, miðað við þann tíma, sem staldrað var við. 

Hins vegar var hægt að kaupa sér svefnstað í litlu herbergi og halda síðan áfram, og það gerði ég. 

Fyrri hluti hnattflugsins, frá Danmörku til Alaska, var floginn í breiðþotu og hafði verið þægilegur. 

En síðari hlutinn, frá Japan um áfangastaðina í Suðaustur- og Suður-Asíu og um Írak og Grikkland til Kaupmannahafnar hafði verið floginn í smekkfullum DC-8 þotum og það var mikill munur á þvi, hvað það var meira þreytandi en fyrri hluti hnattflugsins. 

Svefninn á Kastrup var því dýrmætur, þótt hann kostaði drjúgan skilding, eins og sést á því, að þegar ég kom til Íslands, lagðist ég samt í rúmið, og telst þó ekki "hvellisjúkur" maður.

Hristi það af mér á einum degi, en hefði áreiðanlega þurft lengri tíma, ef "svefnherbergið" litla á Kastrup hefði ekki komið til.  

Þetta ferðalag sýndi hve mikils virði rýmið fyrir farþega er á langleiðum í flugi og vekur stundum spurningar um kaup flugfélaga á flugvélum.  

Og einnig spurningar um hve víða hægt er að kaupa sér aðstöðu á borð við þá sem fékkst á Kastrup fyrir 40 árum. 


mbl.is Ný þjónusta fyrir nátthrafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur nokkuð verið mælt hversu mikið kolefnissporið var eftir þig í þessari viðleitni þinni til aukningar á gróðurhúsalofttegundum?

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.5.2017 kl. 06:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Langt er nú seilst ef farið er 40 ár aftur í tímann til að finna ávirðingar, eða 14 ár aftur fyrir Ríósáttmálann. 

Og reynt að finna út að ferðin okkar Tóta hefði verið "viðleitni mín" þegar fyrir lá, að ef við hefðum hafnað því að fara hefðu aðrir íslenskir blaðamenn einfaldlega farið í staðinn. 

Ég hélt að núverandi staða mín skipti einhverju máli eða "viðleitnin" núna. 

Hún er sú að ég hef síðan í ágúst í fyrra minnkað persónulegt kolefnisspor mitt um 70% og viðheld því enn. 

Hef lýst því hér á síðunni áður, hvernig ég geri þetta en get svo sem endurtekið það ef óskað er. 

Ómar Ragnarsson, 24.5.2017 kl. 07:00

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En fyrst spurt er um "viðleitni" mína á áttunda áratugnum má geta þess að á þeim árum fór ég persónulegar ferðir mínar á minnsta, sparneytnasta og einfaldasta bíl landsins, Fiat 126. 

Og ef farið er tæp 60 ár aftur í tímann var fyrsti bíllinn sem ég átti, NSU Prinz 30, sem þá var minnsti, sparneytnasti og umhverfismildasti bíll landsins. 

Ómar Ragnarsson, 24.5.2017 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband