"Árið 2007" (Með sínu lagi)

 

Mig dreymdi´að það væri komið aftur 2007, -  / 

tryllt að gera á Hrauninu við númer A til Ö. / 

Já, veröldin var skrýtin, það var allt orðið breytt, /

menn voru að reisa hótel og sjoppur út í eitt. 

 

Og ekki hafði neitt að gera efnahagsráðherrann -

því yfir honum réði krónan, sem hér spunann spann. /

Og þingmennirnir flissuðu og fífluðust í kross  / 

því forsætisráðherrann var gamall Mackintosh.

 

Gömlu dagana gefðu mér  /

þá gat ég verslað óður hér. / 

Nú gengið geggjað orðið er. /

Gróðadagana gefðu mér. 

 

En sá draumur!  

Og nú veit enginn hvert hér stefnir eða fer. 

  

 


mbl.is „Vitlaust að gera“ á Hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband