Var býflugan á Sauðárflugvelli laumufarþegi?

Í flugferð til Sauðárflugvallar á Brúaröræfum í fyrradag var margt að sjá og flest óvenjulegt.

Það var 13 stiga hiti á vellinum, sól í heiði og hlý suðvestangola. 

Ég skildi því flugvélina eftir opna á meðan ég að basla við að hefja eftirlits- og yfirferð yfir völlinn. 

Þegar ég renndi við hjá vélinni til að kippa með mér einhverju til að narta í, brá svo við að stærðar býfluga flögraði við vinstri vænginnSauðárflugvöllur Snæfell í baksýn 27.5.17 og hvarf. 

Ég minntist þess að svipuð býfluga hafði verið á sveimi í Stórubót á Rangárvöllum þegar ég var að ferma vélina af þeim búnaði sem þarf í fyrstu ferð til Sauðárflugvallar eftir veturinn. 

Datt mér því fyrst í hug að flugan hefði verið laumufarþegi norður og ætti ekki glæsilega framtíð á þessu gróðurlitla svæði 60 kílómetra frá byggð í 660 metra hæð yfir sjávarmáli, jafnvel þótt sumarið sé svo sannarlega komið þarna mánuði fyrr en venjulega. Sauðárflugvöllur úr na. Kverkfjöll í baksýn. 27.5.17

Að vísu er gróðurvin, svonefndar Kvíslar, aðeins kílómetra norður af vellinum með það miklum gróðri, að eitthvað ætti flugan að geta naslað í þar. 

En í samtali við Völund Jóhannesson, sem stundar garðrækt í Grágæsadal, um átta kílómetra vestur af Sauðárflugvelli, sagði hann að þar væru býflugur að staðaldri. 

Myndirnar hér á síðunni eru frá ferðalaginu í fyrradag.

Snæfell í baksýn á efst, síðan loftmynd úr norðaustri yfir flugvallarstæðið og autt hálendið allt til Kverkfjalla og Brúarjökuls.  

 


mbl.is Einstök tenging við náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

In the highlands Ómar works,
a small helper with him lurks,
takes no fee,
a busy bee,
these two new friends are no jerks.

Þorsteinn Briem, 29.5.2017 kl. 14:00

2 Smámynd: Hörður Þormar

Hvernig er það með þig Ómar, vantar í þig öldrunargenið?smile

Hörður Þormar, 29.5.2017 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband