"Við eigum land"? Nei, erum vörslufólk þess.

Svo lærir lengi sem lifir. Fyrir tuttugu árum gerði ég tvo sjónvarpsþætti undir heiti titillags og texta:  "Við eigum land." 

Í framhaldi af gerð þessara þátta áttaði ég mig á því að það yrði að skoða ástand lands okkar og meðferð okkar á því út frá víðara sjónarhorni en áður. 

Þremur árum síðar byrjaði ég því að ferðast um þjóðgarða og virkjanasvæði í Norður-Ameríku og á Norðurlöndum og þegar ég kom til Íslands 1999 eftir Ameríkuför, var ég í áfalli eftir að hafa komist að raun um það, að við Íslendingar vorum hvað varðaði ástand náttúruverndar- og umhverfismála 40 árum á eftir Bandaríkjamönnum og 20 árum á eftir Norðmönnum.

Verkefni næstu ára dýpkaði sýnina á þessi mál, svo að nokkur atriði þeirra urðu betur ljós og færðu mér sanninn um hve fáfróður og barnalegur ég hafði verið: 

Við, núlifandi Íslendingar, eigum ekki þetta land, heldur eru við með það til vörslu fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt.

Við höfum landið að láni frá afkomendum okkar segir í austrænni speki. 

Við virðum hvorki mannréttindi né lýðræði með því að umturna landinu með óafturkræfum spjöllum, því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem það mál varðar, er ófæddur.

Við stuðlum að misrétti kynslóða og valdbeitingu gagnvart þeim með þessari hegðun.

Nú er sagt frá því í fréttum að útgjöld til landvörslu hafi aukist um 33% á síðasta ári, og þykir sú útgjaldaaukning umtalsverð. En miðað við verðmætin, sem í húfi eru, eru þetta smáaurar. Sköðum eftirfarandi hlutföll: 

360 króna milljónir króna til landvörslu er innan við einn þúsundasti (0,1%)  af tekjunum, sem við mokum árlega inn með erlendu ferðafólki í krafti aðdráttarafls íslenskrar náttúru.

 

  


mbl.is 360 milljónir til landvörslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þeir sem á undan okkur komu þá erum við að virða mannréttindi og lýðræði með því að umturna landinu með óafturkræfum spjöllum, því að yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem það mál varðar, er ófæddur og verður ófæddur ef framtíð okkar á að víkja fyrir fallegum fossi eða gróðursælum dal. Náttúruspjöll héldu landinu í byggð rúmlega 1100 ár en ekki flott slagorð og háleitir draumar. Og mér er alveg sama þó Indverjar eða Ástralir verði eitthvað sárir.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 00:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað var minnisstæðast

Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 00:53

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Þeir sem nefndu náttúruna sem áhrifavald að Íslandsferð voru spurðir um hvað það væri varðandi náttúruna sem heillaði.

Um er ræða opna spurningu og þau atriði sem oftast voru nefnd má sjá hér að neðan: 

    • Fegurð/óspillt/ósnert/náttúra/landslag/óbyggðir 48,6%

      • Eldfjöll/hraun 31,8%

        • Sérstaða/frábrugðið/fjölbreytni 24,4%

          • Jöklar 17,5%

            • Fossar 16%

              • Jarðfræðisaga/jarðfræði/jarðeðlisfræði 13,7%

                • Jarðhiti/hverasvæði 11,2%

                  • Goshverir 8%"

                  Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 00:55

                  5 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

                  "Þegar erlendir ferðamenn voru spurðir að því hvaða landshluta þeir hafi heimsótt nefndu
                  95,6% Reykjavík, 71,2% Suðurland, 50,2% Norðurland, 48,4% Vesturland, 47% nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, 44,8% Austurland, 39,8% Reykjanes, 29,6% hálendið og 20% Vestfirði.

                  Fleiri nefna Vestfirði, Norðurland og Austurland en fyrri sumarkannanir hafa sýnt."

                  [Fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu því Austurland en Reykjanesskagann sumarið 2016.]

                  Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 00:56

                  6 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

                  "Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda
                  sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

                  "Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

                  Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."

                  Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 00:57

                  7 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

                    • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi (samtals 88,5%) og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.

                      • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.

                      Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 01:02

                      8 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

                      Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

                      Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

                      Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

                      Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

                      Steini Briem, 8.11.2014

                      Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 01:06

                      9 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      23.1.2014:

                      "Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

                      Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

                      Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

                      Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

                      Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 01:07

                      10 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

                      27.11.2014:

                      Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

                      Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 01:09

                      14 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      "Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa hér á Íslandi."

                      Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

                      Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 01:20

                      15 Smámynd: Þorsteinn Briem

                      Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

                      Yellowstone National Park


                      "Hann var það
                      , Steini, þegar ég kom þangað 2008."

                      Ómar Ragnarsson
                      , 20.3.2013

                      Þorsteinn Briem, 31.5.2017 kl. 01:23

                      16 identicon

                      Ignorantar fullyrða að aukin losun á CO2 sé gott fyrir allan gróður. Þetta er rangt. Sjá link í grein fyrir neðan.

                      http://www.spiegel.de/wissenschaft/natur/treibhausgas-zu-viel-co2-laesst-ackerpflanzen-verkuemmern-a-694592.html

                      Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 07:09

                      17 identicon

                      Biðst afsökunar. Ummæli mín fyrir ofan eiga ekki heima við þennan pistil.

                      Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 07:22

                      18 identicon

                      Mynd af járnnámu sem þarf svo Ómar geti verið umhverfisvænn og ekið um á reiðhjólum og litlum bílum.

                      empire_iron_mine.JPEG (30874 bytes)

                      Hábeinn (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 11:56

                      19 identicon

                      Tveir fuglar

                      Tveir fuglar flugu af björgum
                      fjarlægðust ystu nöf,
                      svifu þeir veikum vængjum
                      um vindum skekin höf.

                      Svifu þeir úngir ofar
                      úthafsins þrúðga nið,
                      hurfu þeir leingra og leingra
                      lángt fyrir ystu mið.

                      Hurfu út þar sem einginn er
                      öðrum framar stoð
                      og hvergi rís drángur úr djúpi
                      né dagur á þanda voð.

                      Flýgur brúðgumi og brúður
                      og bæði hugsa sitt,
                      bráðum mun sjórinn svelgja
                      síðasta vængtak mitt.

                      HKL.

                      (ótrúlega margar reglur eru brotnar í þessu kvæði, -
                      en skyldu þeir sem settu þær geta ort svo vel!)

                      Húsari. (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 12:05

                      20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

                      Það verður sem sagt ólíft í landinu að þínu mati og engar nýjar kynslóðir geta fæðst, Hábeinn nafnlausi, ef ekki verður útrýmt öllum "fossum og gróðursælum dölum". 

                      Ja, hérna. 

                      Og síðan birtirðu mynd af hrikalegum afleiðingum þess að ég ferðast nú að mestu um á hjólum í stað bíla af meðalstærð, þótt efnið, sem notað er í annað hjólið sé 2% af efninu í litlum bíl, og efnið, sem notað er í stærra hjólið, sé 10% af efni í venjulegum bíl. 

                      Ómar Ragnarsson, 31.5.2017 kl. 12:38

                      21 identicon

                      Það verður sem sagt blómlegt líf í landinu að þínu mati og glaðar nýjar kynslóðir geta fæðst, Ómar, ef ekki verður snert við svo miklu sem einni steinvölu héðan í frá og hverju strái þyrmt.

                      Ja, hérna. 

                      Og síðan birti ég mynd af hrikalegum afleiðingum þess að þú sérð ekki lengra en nef þitt nær. Það skiptir engu máli hversu mikið járn er í hjólinu, það kemur úr námu. Það þurfti óafturkræf náttúruspjöll til þess að þú gætir verið umhverfisvænn á hjóli.

                      Hábeinn (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 14:58

                      22 Smámynd: Már Elíson

                      Ómar, afhverju eyðir þú ekki þessum hábeini rudda og ómerkingi út af blogginu þínu og blokkerar ? - Hann er sýnu verri en St.Breim og er ekki einu sinn, í eitt skipti, málefnalegur. - Ömurðin ein að sjá þetta vaða yfir (þig) í skítugum skónum og sífellt með lygaþvælu og níð að ósekju á þig.

                      Ekki skil ég "húsara" sem segir margar reglur brotna í kvæði HKL. - Hann kannski útskýrir það nánar fyrir okkur hin sem ekkert skilja.

                      Már Elíson, 1.6.2017 kl. 14:22

                      23 identicon

                      Már! Heyr!

                      Bæði hvað varðar ruddann og húsarann. Nú er ég bókmenntafræðingur og kem þó ekki auga á öll reglugerðarbrotin hjá Dóra sem hann segir þar vera.

                      Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 15:05

                      Bæta við athugasemd

                      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                      Innskráning

                      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                      Hafðu samband