Verður nafn landsins öfugmæli eins og nafn Grænlands?

Löngum hefur það virkað truflandi að Grænland skuli heita því nafni. Algert öfugmæli segja margir. 

Nafnið Ísland hefur hins vegar aldrei vafist fyrir fólki þótt mörgum hafi það hafa gert landinu ógagn. 

Þó er varla hægt að hugsa sér betra nafn til að auglýsa land, sem selur matvæli eins og fisk. 

Og landnámsmennirnir, sem sáu hina stóru jökla á suðausturhorni landsins, sáu ekkert þessu líkt neins staðar annars staðar í Evrópu. 

Ef Ísland verður orðið íslaust eftir 150 til 200 ár munu sumir kannski verða óánægðir með að að þetta öfugmæli, sem nafnið verður þá, verði áfram til þess að skapa ranga ímynd af landinu. 

En síðan er það spurningin, sem margir hafa velt upp, hvort loftslagið sé ekkert að hlýna og hvort jöklarnir hafi minnkað hraðar að dæmi eru til um fyrr. 

Þessir efasemdarmenn taka undir með Donald Trump um að vísindamennirnir sem hafa stundað mælingar og rannsóknir hafi hagrætt þeim svo mjög, mistúlkað og afvegaleitt, að loftslag fari jafnvel kólnandi.

Donald Trump hefur reyndar lýst því yfir að slíkir vísindamenn verði reknir og aðrir betri ráðnir í staðinn.

Íslendingar, sem styðja þessa stefnu, geta nú farið að skrifa niður nöfn þeirra, sem þurfi að láta fjúka.  

 

 


mbl.is Jöklarnir þynnast um metra á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Grænland er enn grænt og grænkan eykst. Hins vegar er Ísland fullt af ryki og túristum sem verið er flaka lifandi líkt og þeir væru síðasta vaðan af makríl. Þeir koma ekki aftur frekar en blessaður búrinn. "Rykið" fýkur út á sjó og ísinn bjargast aðeins ef heljargos verður á Krakatá. Maður getur leyft sér að vona. Þangað til er plastið ódýrast í Costco og vatnið ódýrast úr Gvendarbrunni - en það er fínna að kaupa það í plasti.

FORNLEIFUR, 16.6.2017 kl. 16:23

2 identicon

Minn ágæti Ómar Ragnarsson. Hlýnun jarðar af mannavöldum (climate change caused by human activity) er kenning (theory) sem nær allir vísindamenn taka trúarlega, viðurkenna í dag. Hvort það eigi eftir að breytast vitum við ekki, það á eftir að koma í ljós. Lítt menntaðir hægrimenn íslenskir hafa hinsvegar tekið þá ákvörðun að afneita hlýnun jarðar, af ástæðum sem mér eru ókunnugar og óskiljanlegar með öllu. Það er eins og þessi hópur njóti þess að eltast við vitleysuna og barnaskapinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 16:43

3 identicon

Að kalla "climate change caused by human activity" fyrir "theory" er nú vafasamt, þetta er "hypothesis" sem er einungis upphafin vegna vinsælda ekki staðreynda.  Meirihluti mankyns var sannfært um, að jörðin væri flöt ... og Íslendingar sannfærðir um að þeir kynnu efnahagsmál betur en allir aðrir á jarðarkringlunni þangað til 2008 að þeir fengu staðreyndir óþvegnar í skallan.

Að vera Íslendingur, og hunsa "staðreyndir" fyrir trúarskoðanir ... er að vera "viti skorinn".  Grænlandsjökull ber vitni um hlýnunarskeiðið þegar Ísland fannst, botn Kattegatt ber vitni um að sögurnar eru sannar að kattegatt hafi einhvern tíman verið á.  Jörð Svíþjóðar ber þess vitni að þar voru hitabeltisskógar fyrir 5000 árum síðan. Höga kusten, er vitni um að jarðarkringlan hefur gengið í gegnum gífurlegar breitingar, og það í manna minnum.   Ekki miljarða ára milli, eins og "trúarleiðtogar" græn-friðunga vilja halda fram.

Það á að rannsaka þessi mál ... ekki "trúa" á Big Bang kenninguna ... þetta eru kenningar, ekki staðreyndir.  Og eins og með allar skoðanir sem "meirihlutinn" stendur fyrir, eru þær jafn langt frá staðreyndum og trúarskoðanir um "spaghetti" skrímslið í skýjunum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 17:38

4 identicon

Bjarne Örn Hnasen. Hypothesis (tilgáta) eða theory (kenning) á eftir að koma í ljós. En eins og ég sagði, fræðimenn eru þeirrar skoðunar að hér sé um kenningu að ræða, sem taka beri af mikilli alvöru. En "það lafir á meðam ég lifi" er afstaða sem margir ignorant pólitíkusar virðast taka.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 18:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn vill fá "Fornleif" aftur til Íslands, enda vill hann helst búa í Evrópusambandsríkinu Danmörku og nota dönsku krónuna, sem bundin er gengi evrunnar.

Þorsteinn Briem, 16.6.2017 kl. 18:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað var minnisstæðast

Þorsteinn Briem, 16.6.2017 kl. 18:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

"Þeir sem nefndu náttúruna sem áhrifavald að Íslandsferð voru spurðir um hvað það væri varðandi náttúruna sem heillaði.

Um er ræða opna spurningu og þau atriði sem oftast voru nefnd má sjá hér að neðan: 

    • Fegurð/óspillt/ósnert/náttúra/landslag/óbyggðir 48,6%

      • Eldfjöll/hraun 31,8%

        • Sérstaða/frábrugðið/fjölbreytni 24,4%

          • Jöklar 17,5%

            • Fossar 16%

              • Jarðfræðisaga/jarðfræði/jarðeðlisfræði 13,7%

                • Jarðhiti/hverasvæði 11,2%

                  • Goshverir 8%"

                  Þorsteinn Briem, 16.6.2017 kl. 18:27

                  10 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

                  "Þegar erlendir ferðamenn voru spurðir að því hvaða landshluta þeir hafi heimsótt nefndu
                  95,6% Reykjavík, 71,2% Suðurland, 50,2% Norðurland, 48,4% Vesturland, 47% nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, 44,8% Austurland, 39,8% Reykjanes, 29,6% hálendið og 20% Vestfirði.

                  Fleiri nefna Vestfirði, Norðurland og Austurland en fyrri sumarkannanir hafa sýnt."

                  [Fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu því Austurland en Reykjanesskagann sumarið 2016.]

                  Þorsteinn Briem, 16.6.2017 kl. 18:28

                  11 Smámynd: Þorsteinn Briem

                  Helstu niðurstöður úr könnun á meðal erlendra ferðamanna hér á Íslandi sumarið 2016 - Ferðamálastofa:

                  "Íslandsferðin stóðst væntingar 95,5% svarenda
                  sem er álíka hátt hlutfall og í vetrarkönnuninni 2015-2016 og sambærilegum könnunum sem framkvæmdar voru á sama tímabili sumrin 2014 (95,6%) og 2011 (96%)."

                  "Tæp 82% svarenda töldu líklegt að þeir myndu ferðast aftur hingað til Íslands, sem er álíka hátt hlutfall og sumrin 2014 (83,3%) og 2011 (79,1%).

                  Tæplega helmingur sumargesta 2016 sagðist vilja koma aftur að sumri, um 29% að vori eða hausti og fjórðungur að vetri."

                  Þorsteinn Briem, 16.6.2017 kl. 18:29

                  12 identicon

                  Landnámsmennirnir sáu hina stóru jökla á suðausturhorni landsins. Vatnajökull var ekki til því jöklarnir höfðu ekki náð þeirri stærð að verða einn. Veðurfar var þær aldir hlýrra en nú, gróðurfar annað og jöklar minni. Víkingaskipin hafa sennilega mengað svo svakalega að þegar hætt var að nota þau kólnaði ört og enn vantar töluvert á að sama hita sé náð og þá.

                  Efasemdarmenn taka undir með Donald Trump um að vísindamenn sem ekki hafa stundað mælingar og rannsóknir, hafi mistúlkað og afvegaleitt umræðuna. Vísindamenn sem ekki hafa neina þekkingu á loftslagsvísindum en eru færir og jafnvel frægir í sínu fagi, hagfræði, eðlisfræði, félagsfræði, tannlækningum, lögfræði, sálfræði o.s.frv. Vísindamenn sem  tjá sig óspart þó þeir hafi enga þekkingu á málinu og sanntrúaðir taka mark á. Vísindamenn eins og Ómar Ragnarsson.

                  Hábeinn (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 19:35

                  Bæta við athugasemd

                  Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                  Innskráning

                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                  Hafðu samband