Enn eitt dæmið um þörf á nýrri stjórnarskrá.

Ekki verður tölu komið á það hve oft það er til umræðu að núverandi stjórnarskrá taki skýrt á málum eða fjalli yfirleitt um þau. 

En sömu mennirnir og telja brýna þörf á nýjum stjórnarskrárákvæðum eru oft hinir sömu og leggjast alfarið gegn því að breyta stjórnarskránni. 

26. grein núverandi stjórnarskrár fjallar um málskotsrétt forseta varðandi lög frá Alþingi. 

Hingað til hefur verið vísað til þess að lengra nái málskotsréttur hans ekki. 

Iceasave-lögin voru lög frá Alþingi og því gilti málskotsrétturinn um þau. 

Hins vegar verður að skoða betur eðli máls varðandi það þegar Alþingi samþykkir skipun dómara og að sjálfsögðu rétt að forseti léti lögfróða menn leggja mat á það mál. 

Uppreisn æru er hins vegar alls ekki á valdsviði né í meðferð þingsins og því augljóst að forsetinn hefur enga heimild til að skipta sér af því máli. 

 


mbl.is Ákvörðunin tekin í ráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Hver: ætti þörfin að vera á nýrri Stjórnarskrá / þegar núverandi: sem og fyrrverandi ráðamenn íslenzka Bananalýðveldisins, brjóta hina núgildandi trekk í trekk, eftir sínum hentugleikum ?

Og ætlast svo til þess - í ósvífni sinni sem frekju, að almenningur virði svo andskotans paragröffin: alfarið ?

Ber ekki bjartsýni þín: sem annarra Stjórnlagaráðs meðlima fyrrverandi, svolítinn vott um hræsni í þessum efnum, Ómar minn ?

Sjáum - afglapa mynstur Lífeyrissjóða loddaranna / Bifreiðagjalda þjófahátt ríkissjóðs sjálfs (gjalda: sem einungis áttu að vera viðvarandi frá 1. Janúar 1989 / og í mesta lagi,, út árið 1990), og öll þau ógrynni fjár, sem ríkið skuldar okkur frá ársbyrjun 1991 í þeim efnum, fyrir nú utan verðtryggingu á lán (óvirk aftur á móti á laun, frá árinu 1983), svo mjög fátt sé hér talið, fjölfræðingur góður.

Engu að síður - með beztu kveðjum, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 19:58

2 identicon

Góður Óskar Helgi. Hefur líklega lög að mæla. Kveðja frá Húsavík. Þinn HK.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 20:02

3 identicon

.... þakka þér fyrir: Haukur minn.

Segi svo menn - að við getum ekki verið samherjar, á hinum ýmsu sviðum / þó ekki séum alltaf sammála um hlutina, enda engin knýjandi þörf, til þess.

Kveðja til Húsavíkur: úr Efra- Ölfusi (Hveragerði: í daglegu tali).

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.6.2017 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband