Dæmi um óviðráðanlegra þenslu: Auð salerni. Sjúddírallírei.

Árið 2007 horfðu landsmenn á það eins og í leiðslu þegar byggingakranar þutu upp eins og gorkúlur út um allt. Haustið áður munaði hársbreidd að yfirhlaðið bankakerfi landsins hryndi til grunna, en aðeins örfáir "innvígðir og innmúraðir" vissu um það þá. 

Nú er horft á ný í leiðslu þegar byggingakranar þjóta upp um allt á sama tíma sem samdráttur er skollinn á í ferðaþjónustunni úti á landsbyggðinni á sama tíma og hún er að kollkeyra allt í vexti annars staðar, því að allir, allt frá æðstu stjórnendum niður í manninn á götunni, horfa líka sem í leiðslu á íslensku krónuna bólgna og bólgna án þess að nokkur virðist geta við því gert, heldur hellir Seðlabankinn olíu á eld þenslunnar með vaxtalækkun. 

Ein af viðbrögðunum við endalausu risi krónunnar eru þau, að hún sýni með hækkun sinni, að enda þótt hún sé langminnsti gjaldmiðill í heimi, sé hún sterkasti gjaldmiðlill í heimi, - það sé ekki hún sem hækki, heldur lækki allir aðrir gjaldmiðlar, dollarar, pund og evrur af því að þeir séu svo veikir og vesælir.  

Sem þýðir að það er öllum öðrum stjórnandun þjóða að kenna öðrum en okkar, hvernig ástandið er. 

Menn horfa líka vanmegnugir á skort á íbúðarhúsnæði og leiguhúsnæði og sífellda hækkun leiguverðs á sama tíma sem óviðráðanlegt hótelbyggingaæði ríkir hvarvetna. 

Einnig horfa menn dolfallnir og sem lamaðir á svæði við náttúruperlur vaðast upp í drullu og ferðafólk bregðast við skorti á salernum á sama tíma og ný salerni standa auð og ókláruð vegna manneklu af völdum hinnar óviðráðanlegu þenslu. 

 

MBL.IS FRÉTT Í HNOTSKURN. (Ekki fyrir viðkvæma) 

(Með sínu lagi)

 

Klósett autt er undarlegt að líta, 

ekkert vatn, samt gljáir skálin hvíta. 

Yfirvöldin ákaflega sýta 

að enginn skuli þarna vera að ...

..sjúddírallírei, 

sjúddirallíra...

..enginn skuli tefla páfann við, 

ónei!. 

 

Í iðrum fólks er ógnar matarbrennsla

og af því getur hlotist mikil þensla. 

Af auðu klósetti er illt að vita 

ef á fólkið hleypur mikil...

..sjúddírallirei, sjúddirallira....

ef að fólki hleypur kapp í kinn, -  

rasskinn!  

 

 


mbl.is Salerni í Dyrhólaey stendur autt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

íslendíngar er skrýtinn þjóðflokkur. verkamaðurinn á í lífeyrisjóð sem menn vilja ávxta vel sem aftur fármagna leigufélög sem hafa það að meiginverkefni að hámarka gróða en í hinu orðinu. botna þeir ekkert í ríkinu að styrkja láglaunafólk til að borga okurleigu til lífeyrisjóða. hvar er samfélagsábyrð forustumanna verkalýðsins sem þúrfa  að fá nær alt frá ríkinu til að gera góðverk í húsnæðismálum. skemtileg þesi klósettmál byggja stór hús undir klósett en gleima svo rotþróni eru nú umbúðirnar ornar aðalatriðið enn ekki innihaldið. nú verður gaman ð sjá hvernig benedikt fer til með mývatn skyldi hann gerilsneiða úrganginn með því að dæla honum niður í hvikuna við kröflu      

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 19.6.2017 kl. 08:27

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Blessuð krónan, hún elskar allt

Þjóð með kossi vekur

túr-hesta-flóði hún hefur nú eytt

og gert úrelta víðerna kamra. 

Guðmundur Jónsson, 19.6.2017 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband